Netútsendingar bćjarstjórnarfunda í heilt ár

  • Fréttir
  • 7. desember 2016

Þann 25. nóvember árið 2015 var upptaka af bæjarstjórnarfundi í Grindavík í fyrsta sinn sett á netið, en fundurinn fór fram daginn áður og var tekinn upp. Næsti fundur var svo sendur beint út í gegnum Youtube-rás Grindavíkurbæjar og hafa allir fundir verið sendir beint út síðan. Síðastliðinn þriðjudag fagnaði útsendingin því árs afmæli, og héldum við uppá hana með því að senda hljóðlaust út í 14 mínútur rúmar. 

Þegar þetta verkefni fór af stað var svo sem ekki markmiðið að slá nein vinsældarmet í áhorfstölum heldur fyrst og fremst að auka upplýsingaþjónustu fyrir bæjarbúa og stuðla að gegnsærri og opinni stjórnsýslu. Áhorfið hefur engu að síður verið mjög gott og augljóst að þessi þjónusta mælist vel fyrir.

Hægt er að horfa á síðasta fund hér að neðan:

Dagskrá fundarins má skoða hér

Allir fundir frá upphafi eru á playlista hér

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir