Fundur 1427

1427. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 6. desember 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. 1610078 - Bæjarstjóri: starfslokasamningur
Óskað er eftir viðauka á fjárhagsárið 2016 vegna starfsloka fráfarandi bæjarstjóra að fjárhæð 13.509.000 sem skiptist þannig:
Laun og launatengd gjöld 12.079.000 kr. og aðkeypt þjónusta 1.430.000 kr. Aðkeypt þjónusta sundurliðast þannig:
Auglýsingar kr. 265.000, lögfræðiráðgjöf kr. 665.000 og ráðgjöf við ráðningu kr. 500.000.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki að fjárhæð 13.509.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

2. 1610065 - Hádegismatur eldri borgara: Beiðni um niðurgreiðslur
Bæjarráð samþykkir að kanna mögulegar leiðir til að koma til móts við eldri borgara varðandi niðurgreiðslu á hádegismat. Formanni bæjarráð er falið að vinna málið áfram með forstöðumanni Miðgarðs og leggja tillögur fyrir bæjarráð.

3. 1612008 - Heimagisting: Beiðni um umsögn, Hellubraut 10
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina, en vísar að öðru leyti til umsagna byggingafulltrúa og slökkvistjóra.

4. 1611057 - Húsnæðissjálfseignarfélag: forganga um stofnun félags
Erindið lagt fram. Bæjarráð býður hlutaðeigandi aðilum á næsta bæjarráðsfund til umræðna um málið.

5. 1602027 - íþróttamannvirki: Áfangi 3, hönnun
Bæjarráð heimilar nefndinni að vinna áfram innan þeirra heimilda sem þegar hafa verið ákveðnar í fjárhagsáætlun og koma með hagstæðustu tillöguna hvort sem það byggir á tillögu h eða g.

6. 1611034 - Kjarasamningar kennara: áskorun grunnskólakennara í Grindavík

Ályktun frá stjórn Skólastjórafélags Reykjaness er lögð fram.

7. 1611059 - Kvennaráðgjöfin: Ósk um styrk
Bæjarráð hafnar erindinu.

8. 1611072 - Leikskóli: Umsókn um námsvist utan lögheimilis
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.

9. 1611060 - Nýbygging björgunarsveitarinnar: styrkbeiðni
Bæjarráð tekjur jákvætt í erindið og vísar því til umfjöllunar í bæjarstjórn.

10. 1611066 - Rekstraryfirlit janúar-september 2016 : Grindavíkurbær og stofnanir
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir rekstaryfirliti Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir tímabilið janúar til september 2016.

11. 1612009 - Stöðuleyfi: Beiðni um niðurfellingu gjalda
Bæjarráð hafnar því að fella niður stöðuleyfið en beinir því til byggingafulltrúa að senda reikning á lóðarhafa.

12. 1611062 - Tölvubúnaðarkaup 2016: Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2016
Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna tölvubúnaðarkaupa.

Farið er fram á viðauka að fjárhæði 16.857.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á tölvukaupalið tölvudeildar 21421-2856.

Gjaldfærðar verða 1.724.000 kr á einstakar deildir í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Eignfærðar verða 15.133.000 kr hjá Eignasjóði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

13. 1512031 - Viðhald: bílastæði og akbrautir innan lóða

Minnisblað byggingafulltrúa lagt fram.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulagsnefnd.

14. 1611071 - Yrkjusjóður: Ósk um styrk

Bæjarráð hafnar erindinu.

15. 1612006 - Þjónustusamningar: ósk um heimild til samninga.
Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar óskar eftir heimild til að auglýsa og gera þjónustusamninga til eins árs við verktaka vegna viðhalds eigna hvað varðar pípulagnir, raflagnir, málun og smíðar.

Bæjarráð samþykkir beiðnina.

16. 1502297 - Sveitarfélagamörk við Krýsuvík. Krafa Reykjavíkurborgar um úrskurð héraðsdóms
Áfrýjunarstefna Reykjavíkurborgar til Hæstaréttar lögð fram til upplýsinga.

17. 1612007 - Stöðuleyfi: ósk um stöðuleyfi

Bæjarráð óskar eftir umsögn um málið frá stjórn Kvikunnar.

Hjálmar víkur af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45.

 

Grindavík.is fótur