Feigđarför í Ásgarđ

  • Körfubolti
  • 2. desember 2016

Eftir taplausan nóvember í Domino's deildinni var strákunum kippt aftur niður á jörðina í Ásgarði í gær þegar þeir töpuðu fyrir Stjörnunni, 75-64. Það má sannarlega kalla þetta varnarsigur hjá Stjörnumönnum en Grindavík átti í stökustu vandræðum með að koma stigum á töfluna í gær og skotnýtingin var afleit, 19% fyrir utan og 27% heilt yfir. 

Karfan.is klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og var með fréttaritara á staðnum:

Stjörnumenn fengu Grindvíkinga í heimsókn í níundu umferð Domino‘s-deildarinnar. Þó bæði lið hafi 12 stig á toppi deildarinnar hafa örlög þeirra verið misjöfn að undanförnu. Heimamenn hafa þurft að sætta sig við tap í síðustu tveimur leikjum en Grindvíkingar hafa ekki tapað leik síðan einhvern tímann í október! Frábær sprettur hjá þeim og með Dag Kár sem leiðsögumann í Ásgarði mátti búast við harðri baráttu um stigin.

Þáttaskil:
Heimamenn sýndu það greinilega í fyrsta leikhluta að þá hungraði í sigur. Það var einkum varnarlega sem það sást - Hrafn stóð við hliðarlínuna og heimtaði stífa, króníska boltapressu og leikmenn hans fylgdu ráðum hans í hvívetna. Grindvíkingar fundu engin svör og varnarlega voru þeir engu skárri. 27-10 var staðan eftir fyrsta fjórðung og Jóhann brjálaður.

Hlutirnir breyttust mikið í öðrum leikhluta. Heimamenn virtust ekki alveg hafa sömu orku varnarmegin og skotin vildu ekki detta. Grindvíkingar söxuðu jafnt og þétt á forskotið og voru jafnvel klaufar að komast ekki enn nær. Stjarnan hélt 40-34 forskoti í hálfleik sem er vissulega ekki mikið.

Þriðji leikhlutinn var satt best að segja ekki spennandi og hvorugt liðið hitti vel. Staðan var 56-49 að honum loknum og maður hafði á tilfinningunni að gestirnir myndu ekki komast nær þó munurinn væri ekki meiri. Ágúst Angantýsson ákvað að hrista svolítið upp í þessu í byrjun fjórða og lét reka sig í sturtu af ástæðum sem við sjáum betur annað kvöld. Það breytti því ekki að tilfinningin var rétt - þó svo að Lewis hafi loksins byrjað að setja stig og stig á töfluna í lokaleikhlutanum náðu Grindvíkingar aldrei að gera leikinn spennandi. Lokatölur 75-64.

Tölfræðin lýgur ekki:
Grindvíkingar hittu hræðilega í þessum leik, voru með 27% skotnýtingu. Þar kemur varnarleikur heimamanna við sögu en andstæðingurinn spilar ekki betur en þú leyfir honum, ekki satt?

Bestu leikmenn:
Hlynur skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hann var með álíka mörg framlagsstig og tveir næstu leikmenn til samans! Tommi Tomm hélt svo Lewis í 4 stigum fram í lok þriðja leikhluta, geri aðrir betur (hvað eru það mörg framlagsstig?).

Kjarninn:
Það er ekki líklegt til árangurs að lenda ofan í 17 stiga holu eftir fyrsta leikhluta. Stjörnumenn gerðu afar vel og kæfðu gestina næstum til ólífis. Grindvíkingar náðu smá lofti í öðrum leikhluta en holan reyndist of djúp. Mikilvægur og flottur varnarsigur hjá heimamönnum og gestirnir þurftu að sætta sig við sitt fyrsta tap í langan tíma.

Athygliverðir punktar:
- Liðskynningin var allnokkuð skárri en í fyrsta leik gegn ÍR. Vonandi verður hún áfram á uppleið.
- Leikurinn gekk agalega hægt fyrir sig og voru ítrekaðar tafir á leiknum vegna einhverra tæknilegra atriða. Það hjálpaði ekki stemmningunni á pöllunum sem var frekar róleg þrátt fyrir ágæta mætingu.
- Víkingaklappið heyrðist ekki í kvöld - mjög gott!

 

 

Tölfræði leiksins


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir