Fundur 468

  • Bćjarstjórn
  • 1. desember 2016

468. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 29. nóvember 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson 1. varaforseti, Kristín María Birgisdóttir forseti, Sigurður Guðjón Gíslason varamaður, Páll Jóhann Pálsson Bæjarfulltrúi, Marta Sigurðardóttir 2. varaforseti, Jóna Rut Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir Bæjarfulltrúi, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. 1609020 - Stapafellsnáma: Matsáætlun
Til máls tók: Kristín María

Tekin fyrir tillaga að matsáætlun vegna efnistöku í Stapafelli unnin af Eflu verkfræðistofu dagsett í nóvember 2016, ásamt beiðni um umsögn.
Skipulagsnefnd telur að afmarka verði raskað svæði með hnitsettum uppdrætti. Einnig telur nefndin að gera verði grein fyrir Árnastígnum um svæðið og hvaða áhrif náman hefur á gönguleiðina. Einnig verði skilgreint hvernig og hvar efni sem gætu haft áhrif á vatnsgæði eru geymd.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða umsögn skipulagsnefndar

2. 1611050 - Umsókn um framkvæmdaleyfi: Reiðstígur við suðurstrandaveg
Til máls tóku: Kristín María, Sigurður og bæjarstjóri

Hestmannafélagið Brimfaxi óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir reiðveg meðfram Suðurstrandarvegi. Framkvæmdinni er lýst í Aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2020.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt með fyrirvara um leyfi landeigenda.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

3. 1611013 - Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum: Tekjuviðmið 2017

Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tillögu að uppfærðum tekjuviðmiðum afsláttar fyrir elli- og örorkulífeyrisþegar af fasteignagjöldum fyrir árið 2017.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Bæjarráð vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að tekjuviðmiðum.

4. 1611038 - Hafnargata 26: umsókn um byggingarleyfi
Til máls tók: Kristín María

Eldhamar ehf. óskar eftir breytingu á neðri hæð Hafnargötu 26 í gistiheimili. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu SÁ dagsettar 11.11.2016.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

5. 1611046 - Endurskoðun hjá Grindavíkurbæ: Samningur við KPMG
Til máls tóku: Kristín María

Samningur við KPMG endurskoðun lagður fram til staðfestingar.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

6. 1609096 - Vistunargjöld barna: Afsláttarreglur
Til máls tóku: Kristín María og Marta

Tillaga að reglum um systkinaafslátt og að reglum um niðurgreiðslu til einstæðra foreldra og ef báðir foreldrar eru í námi, lagðar fram. Reglurnar eru settar til að formfesta þá framkvæmd sem iðkuð hefur verið undanfarin misseri.

Fræðslunefnd hefur samþykkt fram komnar reglur fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta þær.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða

7. 1603043 - Víðihlíð: Breytingar á reglum um úthlutun íbúða í Víðihlíð

Til máls tók: Kristín María

Tillaga að breytingum á úthlutunarreglum íbúða í Víðihlíð lögð fram.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða

8. 1611054 - Fjárhagsáætlun: Viðauki vegna Króks
Til máls tók: Kristín María

Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 lögð fram, vegna þjónustusamnings við Skóla ehf. vegna Heilsuleikskólans Króks.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 16.900.000 kr. sem komi til lækkunar á lykil nr. 02562-4341 en til hækkunar á 04112-4341.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða

9. 1611025 - Laun launafulltrúa: Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2016

Til máls tók: Kristín María

Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 lögð fram, vegna aukins launakostnaðar í tengslum við starfslok og ráðningu nýs launafulltrúa.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 1.900.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða

10. 1611007 - Þjónustumiðstöð: beiðni um viðauka
Til máls tóku: Kristín María og Páll Jóhann

Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 1.600 þúsund, vegna mikils og óvænts viðhalds á bílum og tækjum Þjónustumiðstöðvar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur og komi til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða

11. 1605024 - Umferðaröryggi: ósk um hraðatakmarkandi aðgerðir á Gerðavöllum
Til máls tók: Kristín María

Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 til að setja upp tvær hraðahindranir við Gerðavelli, í samræmi við ákvörðun bæjarráðs frá því í júní.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 1.700.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða

12. 1511017 - Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar
Til máls tóku: Kristín María

Tillaga að þjónustugjaldskrám Grindavíkurbæjar fyrir árið 2017 lögð fram. Almennt hækka gjaldskrárliðir um 2% frá árinu 2016.


Gildistaka 1. janúar 2017, nema annað sé tekið fram
Leikskólagjöld
Tímagjald 3.280
Tímagjald, einstæðir foreldrar og námsmenn 2.470
Viðbótar 15 mín, fyrir 1.110
Viðbótar 15 mín, eftir 1.110
9. tíminn, almennt gjald 8.190
9. tíminn, einstæðir foreldrar 8.020
Afsláttarreglur, gilda með skólaseli og vistun hjá dagforeldri
Systkinaafsl. 2. barn 35%
Systkinaafsl. 3. barn 70%
Systkinaafsl. 4. barn og fleiri 100%
Afsláttur er af tímagjaldi greitt er fyrir mat og hressingu
Séu báðir foreldrar í fullu námi greiða þau forgangsgjald
Hressing (morgun/síðdegi) 2.610
Hádegismatur 4.930

Niðurgreiðslur vegna vistunar barna hjá dagmæðrum
8 tíma vistun 43.040
þ.e. 5.000 kr. hver vistunarstund
8 tíma vistun, einstæðir foreldrar 47.340
þ.e. 5.500 kr. hver vistunarstund

Tónlistarskólagjöld 1.8.17
Fullt hljóðfæranám 70.850
Hálft hljóðfæranám 42.660
Fullt söngnám 82.410
Hálft söngnám 54.240
Fullt aukahljóðfæri 47.280
Hálft aukahljóðfæri 27.980
Blásarasveit 19.470
Hljóðfæraleiga, minni hljóðfæri 8.745
Hljóðfæraleiga, stærri hljóðfæri 11.000
Hljóðfæranámskeið, hópur 18.810
Söngnámskeið, hópur 54.950
Systkinaafsláttur 2. barn 50%
systkinaafsláttur 3. barn 75%

Sundlaug
Stakt gjald barna 300
Stakt gjald fullorðinna 950
10 miða kort, börn 2.350
10 miða kort, fullorðnir 3.780
30 miða kort fullorðnir 9.290
Árskort, fullorðnir 20.400
Árskort fjölskyldu 30.600
Árskort barna 6 - 18 ára 2.660
Börn 0- 5 frítt 0
Aldraðir og öryrkjar 290
Fríkort send út til þeirra sem hafa lögheimili í Grindavík 0
Leiga á handklæðum 540
Leiga á sundfatnaði 540
Magnkaup árskorta
250 eða fleiri árskort (pr. stk. árskorts) 10.800

Leikjanámskeið
Tveggja vikna námskeið 1/2 dagur 7.650
Tveggja vikna námskeið allan daginn
Leiklistarnámskeið, 1/2 dagur 7.650
Pössun milli 8-9 og 16-17, kr. barn 2.550
Systkinaafsláttur 2. barn 0,50
systkinaafsláttur 3. barn 0,75

Bókasafn
Skírteini
Árgjald/aðildarskírteini (18-67 ára) 2.000
Börn og unglingar undir 18 ára aldri, 67 ára og eldri og öryrkjar greiða ekki fyrir skírteini 0
Nýtt skírteini fyrir glatað 500
Dagsektir
Bækur og önnur gögn 40
Dagsektahámark 10.000
Viðmiðunargjald fyrir glötuð og eyðilögð gögn
Bækur og hljóðbækur 3.500
Tímarit yngri en 6 mánaða Innkaupsverð
Tímarit 7-24 mánaða Hálft innkaupsverð
Tímarit eldra en 24 mánaða 200
Annað
Ljósrit og útprentun A4, pr. blað 40
Ljósrit og útprentun A3, pr. blað 70
Ljósrit og útprentun A4, 50-100 bls. pr. blað 30
Ljósrit og útprentun A4, 100 bls. eða meira pr. blað 30
Taupokar 500
Millisafnalán 1.000

Grunnskóli
Skólamáltíðir, hluti foreldra af innkaupsverði 65%
Samkomusalur, hálfur dagur 16.150
Samkomusalur, heill dagur 26.900
Skólastofur, hálfur dagur 7.540
Skólastofur, heill dagur 10.770
Gisting, pr mann 1.100

Skólasel
Gjaldflokkur
Flokkur 1 6.810
Flokkur 1,1 8.140
Flokkur 2 12.230
Flokkur 2,1 12.230
Flokkur 2,2 12.230
Flokkur 2,3 14.920
Flokkur 3 17.910
Flokkur 4 26.850
Síðdegis 210
Hægt er að kaupa 15 mínútur aukalega á tímabilinu frá 14:00 - 16:00 . 130
Tíminn frá kl. 16:00 - 17:00 er á hærra gjaldi. 460

Tjaldsvæði
Gistinótt pr einstakling 1.389
Gistináttagjald pr. gistieining 111
Fjórða hver nótt frí
Yngri en 14 ára frítt
Rafmagn á sólarhring 1.020
Þvottavél 510
Þurrkari 510
Útleiga á þjónustuhúsi
Hálfur dagur 15.610
Heill dagur 26.010

Hljóðkerfi
Sólarhringur 31.220

Kvennó
Leigugjald húsnæðis pr klst 5.470

Íþróttamannvirki
Verð pr klst
Hópið 13.670
Íþróttahús:
Stóri salur, allur 6.530
Stóri salur, hálfur 3.470
50% álag vegna leikja 3.520
Litli salur 3.220
Skemmtanir pr. Klst. 12.860
Við bætast stefgjöld sem miðast við gestafjölda

Vinnuskóli
Sláttur fyrir aldraða og öryrkja 1.500
Aldraðir og öryrkjar sem fá afslátt af fasteignaskatti fá sama afslátt af slætti
Sláttur er ekki í boði fyrir húsfélög fjölbýlishúsa

Slökkvilið
Tækifærisleyfi 10.110
Tækifærisleyfi með skoðun 30.300
veitingaleyfi 10.110
Veitingaleyfi með skoðun 30.300
Brennuleyfi 10.110
Brennuleyfi með skoðun 30.300
Flugeldasala 10.110
Flugeldasala með skoðun 30.300
Gistiheimili 10.110
Gistiheimili með skoðun 30.300
Hótel 10.110
Hótel með skoðun 30.300
Eldvarnareftirlit 10.110
Vinna pr. klst 10.110
Slökkvibíll 24-131 29.860
Slökkvibíll 24-132 29.860
Slökkvibíll 24-151 tankur m / dælu 29.860
Slökkvibíll 24-171 tækjabíll 10.350
Körfubíll 36.490
Lausar dælur bensín 4.760
Lausar dælur rafmagn 4.760
Vatnsuga 9.130
Rafstöð 9.130
Hleðsla á lofthylkjum fyrir kafara 1.390

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána með 6 atkvæðum, Páll Jóhann situr hjá.

13. 1611012 - Fasteignagjöld: Álagningarreglur 2017
Til máls tóku: Kristín María, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Jóna Rut

Tillaga að álagningarreglum fasteignagjalda fyrir árið 2017 lögð fram.

1. Fasteignaskattur
1.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,40% af fasteignamati húss og lóðar
1.2. Opinberar byggingar (b-liður) 1,32% af fasteignamati húss og lóðar
1.3. Annað húsnæði (c-liður) 1,65% af fasteignamati húss og lóðar

2. Holræsagjald
2.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,10% af fasteignamati húss og lóðar
2.2. Opinberar byggingar (b-liður) 0,25% af fasteignamati húss og lóðar
2.2. Annað húsnæði (c-liður) 0,20% af fasteignamati húss og lóðar

3. Vatnsgjald
3.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,10% af fasteignamati húss og lóðar
3.2. Opinberar byggingar (b-liður) 0,25% af fasteignamati húss og lóðar
3.3. Annað húsnæði (c-liður) 0,20% af fasteignamati húss og lóðar
3.4. Aukavatnsgjald 17 kr/m3 vatns

4. Sorphreinsunargjald/Tunnuleiga
4.1. Íbúðarhúsnæði 15.207 kr. tunnu pr. ár

5. Sorpeyðingargjald
5.1. Íbúðarhúsnæði 24.811 kr. tunnu pr. ár

6. Lóðarleiga
6.1. Íbúðahúsalóðir 1,10% af fasteignamati lóðar
6.2. Lóðir v. opinberra bygginga 2,00% af fasteignamati lóðar
6.3. Lóðir v. annað húsnæði 1,60% af fasteignamati lóðar

7. Rotþróargjald
7.1. Rotþróargjald 15.000 kr. pr. rotþró pr. ár

8. Fjöldi gjalddaga 10
1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8, 1/9, 1/10 og 1/11 2017
Heilarfjárhæð á einn gjalddaga 20.000

Bæjarstjórn samþykkir álagningar með 6 atkvæðum, Páll Jóhann situr hjá.

14. 1611040 - Fjárhagsáætlun 2017: ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars 2017
Til máls tók: Kristín María og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt á árinu 2017, þ.e. 13,99%.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 6 atkvæðum, Páll Jóhann situr hjá.

15. 1610075 - Fjárhagsáætlun 2017: SSS sameiginlega reknar stofnanir
Til máls tók: Kristín María

Heildarframlög Grindavíkurbæjar eru um 52,7 m.kr.eða um 13,9% af kostnaði í samræmi við íbúafjölda. Öll framlög hafa verið færð inn í tillögu að fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2017.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun SSS og annarra sameiginlega rekinna stofnana á Suðurnesjum fyrir árið 2017.

16. 1610026 - Grindavíkurhöfn: Fjárhagsáætlun 2017
Til máls tóku: Kristín María, Páll Jóhann og Hjálmar

Fjárhagsáætlunin er lögð fram.
Fjárhagsáætlun Grindavíkurhafnar er í fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og verður tekin fyrir undir því máli.

17. 1610025 - Grindavíkurhöfn: Gjaldskrá 2017
Til máls tók: Kristín María

Gjaldskrá Grindavíkurhafnar er almennt að hækka um 3%.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.

18. 1606072 - Fjárhagsáætlun 2017-2020: Grindavíkurbær og stofnanir

Til máls tóku: Kristín María, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Páll Jóhann, Marta, Ásrún, Hjálmar og Sigurður

Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2017-2020

Bókun
Fjárhagsáætlun ársins 2017-2020 er unnin út frá markmiðum sem bæjarstjórn hefur sett sér en þau eru:
Rekstur A-hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B-hluta. Engar vaxtatekjur verði nýttar til rekstrar, eingöngu til fjárfestinga eða til að auka við handbært fé Grindavíkurbæjar. Sem þýðir þá að rekstarafgangur þarf að vera meiri eða jafnmikill og vaxtatekjur.
Framlegð A- og B-hluta sé 15%.
Handbært fé verði ekki undir einum milljarði.
Rekstrarniðurstaða A-hluta árið 2017, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, er áætluð 252,4 milljónir króna og er það 9,9% af heildartekjum. Í A- og B-hluta er rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir 397,2 milljónir króna og er það 10,4% af heildartekjum .
Áætluð rekstrarniðurstaða áranna 2017-2020 er þessi í milljónum króna:
2017 2018 2019 2020 Samtals
A-hluti 121,4 113,5 98,7 92,5 426,1
A- og B-hluti 137,5 121,3 105,0 104,4 468,2
Heildareignir í samanteknum reikningsskilum eru áætlaðar í árslok 2017, 8.644,4 milljónir króna. Þar af er áætlað að handbært fé verði um 1.123,5 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 1.452,9 milljónir króna. Þar af er lífeyrisskuldbinding um 561,7 milljónir króna.
Langtímaskuldir eru áætlaðar um 654,2 milljónir króna í árslok 2017. Þar af eru langtímaskuldir við lánastofnanir 206,2 milljónir króna.
Skuldahlutfall Grindavíkurbæjar og stofnana sem hlutfall af heildartekjum er 54,2%.
Veltufé frá rekstri áranna 2017-2020 er eftirfarandi í milljónum króna:
2017 2018 2019 2020 Samtals
A-hluti 312,2 319,2 319,4 315,4 1.266,2
A- og B-hluti 417,1 417,5 413,4 411,1 1.659,1
Afborganir langtímalána eru að jafnaði um 30 milljónir á árunum 2017-2020 sem gerir alls um 120 milljónir króna á þessu fjögurra ára tímabili.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum áranna 2017-2020 er þessi milljónum króna:
2017 2018 2019 2020 Samtals
A-hluti 222,8 306,5 207,0 190,8 927,1
A- og B-hluti 510,7 415,0 304,0 297,9 1.527,6
Til fjármögnunar framkvæmda og afborgana af langtímalánum, umfram það sem reksturinn stendur undir, á þessu 4 ára tímabili, mun þurfa að taka 39,1 milljón króna af bankainnistæðu. Í upphafi árs 2017 er gert ráð fyrir að handbært fé verði um 1.259,6 milljónir króna. Á tímabilinu 2017-2020 mun markmið um að handbært fé verði aldrei lægra en 1.000 milljónir nást og í árslok 2020 er handbært fé áætlað 1.220,5 milljónir króna.
Fulltrúar D- og G- lista

Fundarhlé tekið kl. 18:35 - 18:47

Bókun
Fulltrúar Framsóknarflokksins hafa tekið þátt í vinnu við fjögurra ára fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og þó að einhverju leyti hafi verið tekið tillit til okkar óska, þá teljum við fjárhagsáætlunina ófullnægjandi og munum við því sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Áætluð rekstrarniðurstaða áranna 2017 til 2020 mun versna með hverju ári þrátt fyrir auknar tekjur bæjarins. Mun rekstrarafgangur minnka úr 121,4 milljónir árið 2017 í 92,5 milljónir árið 2020. Við teljum það ekki ásættanlegt enda næg verkefni framundan.

Þá er fjárfestingaráætlun ekki sannfærandi þar sem gert er ráð fyrir byggingu nýs íþróttahúss fyrir 470 milljónir þó að kostnaðaráætlun vinnuhóps hljóði upp á 610 milljónir fyrir utan áhorfendastúku og fleira. Þá er gert ráð fyrir 55 milljónum í byggingu við Hópið en þar eru hugmyndir um uppbyggingu upp á tæpan milljarð á næstu árum og óljóst hver eigi að bera kostnað af rekstri slíkrar byggingar. Engar áætlanir eru um byggingu skólahúsnæðis þótt fyrirsjáanleg þörf sé augljós. Eðlileg endurnýjun á tækjum bæjarins er ítrekað frestað svo sem skotbómulyftari, skólabifreið og sextán ára gamall löndunarkrani við höfnina er leiðir til þess að erfiðara er að veita þá þjónustu er bænum ber að sinna.
Með hliðsjón af ofangreindu treysta fulltrúar Framsóknarflokks í bæjarstjórn sér ekki til að samþykkja fjárhagsáætlunin sem byggir á óraunhæfum tölum og lítið hugsað um að tryggja áframhaldandi eða betri þjónustu til bæjarbúa.
Fulltrúar B-lista

Fundarhlé tekið kl. 18:52 - 19:15

Bókun
Fulltrúar D- og G- lista furða sig á afstöðu Framsóknarflokksins til þeirrar fjárhagsáætlunar sem nú liggur fyrir. Meiri vinna hefur verið lögð í að undirbúa áætlunina í ár, en undanfarin ár, með aðkomu allra flokka. Allir flokkar komu með tillögur um hvernig fjárfestingu skyldi háttað og var reynt að koma til móts við margar þeirra. Rétt er að taka fram að vinnubrögð þar sem allir flokkar komi að fjárhagsáætlun er ekki algild meðal sveitarfélaga.

Meirihlutinn telur fjárhagsáætlunina gefa eins góða mynd og unnt er á þessum tímapunkti.

Rekstrarniðurstaða næstu fjögur árin endurspeglar stöðu sveitarfélagsins að teknu tilliti til aukins reksturs vegna nýframkvæmda. Það er því mjög eðlilegt að rekstrarkosnaður aukist við slíkar framkvæmdir.

Meirihlutinn hafnar því alfarið að með áætluninni sé ekki verið að sinna góðri þjónustu við bæjarbúa. Þvert á móti er hún að aukast í fyrirliggjandi áætlun.
Fulltrúar D- og G- lista

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árin 2017-2020 með 4 atkvæðum, Páll Jóhann, Ásrún og Marta sitja hjá.

19. 1603068 - Fundargerðir: Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2016

Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut

Fundargerð 257. fundar er lögð fram

20. 1603032 - Fundargerðir: Heklan 2016
Til máls tóku: Kristín María, bæjarstjóri, Jóna Rut, Sigurður, Marta, Ásrún, Hjálmar og Páll Jóhann

Fundargerð 51. fundar er lögð fram

21. 1603016 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2016
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Sigurður, bæjarstjóri, Páll Jóhann, Marta, Hjálmar og Ásrún

Fundargerð 843. fundar er lögð fram

22. 1602002 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2016

Til máls tóku: Kristín María, Marta, Hjálmar og Páll Jóhann

Fundargerð 709. fundar er lögð fram

23. 1601073 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2016

Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Marta, Páll Jóhann, Sigurður og bæjarstjóri

Fundargerð 474. fundar er lögð fram

24. 1510040 - Fundargerðir: Þekkingarsetur Suðurnesja
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut og Marta

Fundargerð 19. fundar er lögð fram

25. 1610011F - Bæjarráð Grindavíkur - 1423
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram

26. 1611003F - Bæjarráð Grindavíkur - 1424
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram

27. 1611005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1425
Til máls tóku: Kristín María, Ásrún og Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram

28. 1611007F - Bæjarráð Grindavíkur - 1426
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram

29. 1611006F - Félagsmálanefnd - 72
Til máls tóku: Kristín María, Ásrún, Jóna Rut, Marta, Páll Jóhann og Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram

30. 1611004F - Skipulagsnefnd - 23
Til máls tóku: Kristín María, Sigurður, Marta, Páll Jóhann, Hjálmar, Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri og Jóna Rut

Fundargerðin er lögð fram

31. 1610009F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 17

Til máls tóku: Kristín María, Marta, Jóna Rut, Hjálmar, Páll Jóhann og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram

32. 1609015F - Frístunda- og menningarnefnd - 56
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Ásrún og Marta

Fundargerðin er lögð fram

33. 1610006F - Frístunda- og menningarnefnd - 57
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Marta, Páll Jóhann, Ásrún, bæjarstjóri, Hjálmar og Sigurður

Fundargerðin er lögð fram

34. 1611002F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 446
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:25.

 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 20. júní 2018

Fundur 485

Hafnarstjórn / 14. maí 2018

Fundur 458

Hafnarstjórn / 12. apríl 2018

Fundur 457

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. júní 2018

Fundur 27

Öldungaráđ / 9. maí 2018

Fundur 3

Bćjarráđ / 29. maí 2018

Fundur 1481

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 7. mars 2018

Fundur 71

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. mars 2018

Fundur 27

Bćjarstjórn / 27. mars 2018

Fundur 482

Bćjarráđ / 20. mars 2018

Fundur 1475

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

Fundur 39

Öldungaráđ / 14. mars 2018

Fundur 1