Atvinna - Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar

  • Stjórnsýsla
  • 30. nóvember 2016

Grindavík óskar eftir að ráða bæjarstjóra út yfirstandandi kjörtímabil.

Verksvið bæjarstjóra er m.a:

• Ábyrgð á stefnumótun og áætlanagerð
• Ábyrgð á og stjórnun daglegs reksturs
• Samskipti við hagsmunaaðila
• Framkvæmd á ákvörðunum bæjarstjórnar
• Þátttaka í uppbyggingu samfélagsins

Menntunarkröfur og reynsla:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri skilyrði
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er kostur
• Reynsla af vinnu við og eftirfylgni stefnumótunar

Lykileiginleikar bæjarstjóra eru:
• Leiðtogahæfileikar
• Stefnumótandi hugsun og áhugi á uppbyggingu samfélagsins
• Frumkvæði og metnaður sem og mjög góðir samskiptahæfileikar

Grindavík er 3.300 manna bær sem hefur vaxið hratt í seinni tíð. Íbúafjölgunin er um 25% undanfarin 10 ár. Grindavík er einn öflugasti útgerðarbær landsins með kraftmiklum og vel reknum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár í takt við aukna ferðaþjónustu og Bláa lónið, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, er í anddyri bæjarins. Grindavík leggur áherslu á fjölskyldugildi, er einn öflugasti íþróttabær landsins, með niðurgreidda íþróttaiðkun grunnskólabarna, niðurgreiddan skólamat og hagstæð leikskólagjöld. Grindavík er landmikið bæjarfélag, náttúrufegurð er mikil, stutt í margrómaðar gönguferðir, fuglalíf mikið í klettunum meðfram ströndinni við Reykjanestá, og góður 18 holu golfvöllur í skemmtilegu umhverfi við sjóinn. 

Upplýsingar veitir: 
Katrín S. Óladóttir
katrin@hagvangur.is

Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is 
Umsóknarfrestur er til og með 12. desember, kl. 12:00. 

Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum