Skipulagsmál: lóð undir smáhýsi við tjaldsvæði bæjarins

  • Stjórnsýsla
  • 24. nóvember 2016

Á lóðinni er gert ráð fyrir að rísi smáhýsi sem henti til útleigu fyrir ferðamenn allt árið um kring. Stærð byggingareits eru 938 m2. Möguleiki er á framtíðarstækkun til austurs, með fyrirvara um samþykkta breytingu á deiliskipulagi.

Ekki er gert ráð fyrir umferð vélknúinna ökutækja um lóðina, en aðgengi fyrir gangandi verði frá bílastæði tjaldsvæðisins. Gert er ráð fyrir að gestir húsanna noti bílastæði við tjaldsvæði. Lóðarhafi skal gera samstarfssamning við tjaldsvæði Grindavíkurbæjar um afnot af bílastæðum og öðrum innviðum og eftir atvikum þjónustu.

Gatnagerðargjöld fyrir lóðina eru áætluð um 10 milljónir kr. og áætluð veitugjöld eru um 500.000 kr. m.v. vísitölu í október 2016.

Sækja þarf sérstaklega um inntök vegna rafmagns og heits vatns til HS Orku. Gerður verði lóðarleigusamningur um lóðina til 25 ára. Í lok leigutíma skal vera hægt að flytja húsin af lóðinni, ef ekki semst um framlengingu á leigutíma. Áætlað er að smáhýsin verði komin í rekstur vor eða sumar 2017.

Við mat á umsóknum verður horft til hugmynda umsækjanda um uppbyggingu, húsagerð, hvernig húsin falla að umhverfinu og fyrirliggjandi mannvirkjum. Óskað er eftir hugmyndum umsækjenda um hvernig rekstur smáhýsanna tengist og styður við rekstur tjaldsvæðis Grindavíkurbæjar.

Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2016.
Nánari upplýsingar veitir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri

Afmörkun lóðar, uppdráttur (PDF)


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum