Almannavarnir - lögregla - slökkviliđ

  • Stjórnsýsla
  • 24. nóvember 2016

Lögregluvarðstofan í Grindavík 

Víkurbraut 25
Sími 444 2200. 
Neyðarsími lögreglu: 112.
Fíkniefnasímann gjaldfrjálst númer 800-5005. 

Aðalvarðstjóri: 
Sigurður Bergmann
grindavik@logreglan.is

Athygli er vakin á því að Lögreglan á Suðurnesjum hefur sett upp sérstakt netfang í Grindavík fyrir ábendingar frá bæjarbúum. Netfangið er grindavik@logreglan.is. Hægt er að koma með ábendingar til lögreglu t.d. um hraðakstur, kvartanir og ýmislegt fleira. Í samstarfi við Lögregluna á Suðurnesjum er starfandi lögregluþjónn í Grindavík á lögreglustöðinni við Víkurbraut. Þar er Sigurður Bergmann alla jafna með viðveru frá 07:30-15:30.

 

Slökkvilið Grindavíkur 

Hafnargata 13
Sími: 426-8380 
slokkvilid@grindavik.is 
Facebook síða slökkviliðsins 
Slökkviliðsstjóri: Ásmundur Jónsson.

 

Almannavarnir

Fjöldahjálparstöð í Grindavík er í Hópsskóla. Fjöldahjálparstöðvar eru starfræktar á neyðartímum. Í fjöldahjálparstöðvum eru þolendum náttúruhamfara eða annarra alvarlegra atburða boðið öruggt skjól, og helstu nauðsynjar.

Upplýsingar um náttúrvá á heimasíðu Almannavarna - smellið á tenglana fyrir nánari upplýsingar:

Eldgos

Fárviðri

Flóðbylgjur

Jarðskjálftar

Sjávarflóð

 

Um almannavernarnefnd:

Almannavarnanefnd skipa sex aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 9. og 11. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008, að fengnum tilnefningum frá lög­reglu­stjóra, slökkviliðsstjóra, björgunarsveitinni Þorbirni og Rauða krossi Íslands.

Almannavarnanefnd kýs sér sjálf formann og varaformann. Sveitarstjórnir ráða starfsmenn almannavarnanefnda og greiða kostnað af störfum þeirra.

Almannavarnanefndir eru skipaðar af sveitarstjórn og felst hlutverk þeirra í stefnumótun og skipulagningu starfs að almannavörnum í héraði.

Í umdæmum sínum vinna almannavarnanefndir að gerð hættumats og viðbragðsáætlana, í samvinnu við ríkislögreglustjóra ásamt því að endurskoða og framkvæma prófanir á viðbragðsáætlunum í samvinnu við ríkislögreglustjóra.

  • Sveitarfélög og stofnanir á þeirra vegum skulu, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, kanna áfallaþol í umdæmi sínu. Þá skulu almannavarnanefndir, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, gera viðbragðsáætlun í samræmi við hættumat í umdæmi þeirra.
  • Almannavarnanefndum er heimilt að hafa samvinnu um gerð viðbragðsáætlana. Hafi almannavarnanefndir verið sameinaðar skal gerð sameiginleg viðbragðsáætlun.
  • Ríkislögreglustjóri skal hafa yfirumsjón með samvinnu einstakra sveitarfélaga vegna sameiginlegrar hættu svo og þegar almannavarnanefndir tveggja eða fleiri sveitarfélaga gera viðbragðsáætlun.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR