Fundur 1426

  • Bćjarráđ
  • 22. nóvember 2016

1426. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 22. nóvember 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Páll Jóhann Pálsson varamaður, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1603043 - Víðihíð: Breytingar á reglum um úthlutun íbúða í Víðihlíð
Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs gerði grein fyrir tillögu að breytingum á úthlutunarreglum íbúða í Víðihlíð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

2. 1611031 - VMST: Húsnæðisbætur
Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs gerði grein fyrir breytingum á lögum um húnæðisbætur sem taka gildi um næstkomandi áramót. Við breytinguna falla húsaleigubætur niður í núverandi mynd og við taka húsnæðisbætur sem verða á ábyrgð Vinnumálastofnunar.

3. 1611054 - Fjárhagsáætælun: Viðauki vegna Króks
Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs gerði grein fyrir tillögu að viðauka vegna þjónustusamnings við Skóla ehf. vegna Heilsuleikskólans Króks.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð 16.900.000 kr. sem komi til lækkunar á lykil nr. 02562-4341 en til hækkunar á 04112-4341.

4. 1611024 - Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar: Ráðning
Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir tilboðum ráðningarstofa.

Fulltrúi B-lista leggur fram eftirfarandi bókun.
Með ástæðulausri uppsögn núverandi bæjarstjóra sem getur kostað bæjarfélagið allt að 18 milljónum króna hlýtur meirihluti bæjarstjórnar að hafa ákveðinn aðila í huga, því telur fulltrúi framsóknarflokksins að um sýndarmennsku sé að ræða með þessu ráðningarferli og mun ekki taka þátt í því.

Fulltrúar D og G lista harma afstöðu fulltrúa B lista varðandi ráðningu nýs bæjarstjóra þar sem gefið er í skyn að þegar sé búið að ráðstafa stöðunni. Þær ásakanir eiga ekki við nein rök að styðjast og eru hreinn rógburður. Jafnframt lýsa fulltrúar D og G lista yfir furðu að fulltrúi B lista ætli sér ekki að taka þátt í því faglega ráðningarferli sem framundan er í stöðu bæjarstjóra.

Formaður bæjarráðs leggur til að sviðsstjóra verði falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda Hagvang, um ráðgjöf við ráðningu bæjarstjóra.

Tillagan er samþykkt með tveimur atkvæðum D- og G- lista. Fulltrúi B-lista situr hjá.

5. 1611040 - Fjárhagsáætlun 2017: ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars 2017

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt á árinu 2016, þ.e. 13,99%.

6. 1602027 - íþróttamannvirki: Áfangi 3, hönnun

Frestað.

7. 1611034 - Kjarasamningar kennara: áskorun grunnskólakennara í Grindavík
Áskorun grunnskólakennara í Grindavík lögð fram, þar sem kennarar lýsa yfir áhyggjum af stöðu og þróun kjaramála hjá kennurum.

Bæjarráð tekur undir áhyggjur kennara af stöðu mála í viðræðum samninganefnda Kennarasambandsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga, og vonar að samningsaðilar nái sáttum innan tíðar.

8. 1611044 - Kvennaathvarfið: Styrkbeiðni

Kvennaathvarfið óskar eftir 200.000 kr. rekstrarstyrk fyrir starfsárið 2017.

Bæjarráð samþykkir að veita 50.000 kr. rekstrarstyrk á árinu 2017.

9. 1505080 - Starfsmannastefna Grindavíkurbæjar: breytingatillaga vegna heilsustyrkja
Vinnuverndarnefnd Grindavíkurbæjar beinir þeirri ósk til bæjarráðs að upphæð heilsustyrks í starfsmannastefnu verði hækkuð á ný, í samræmi við hækkun vísitölu frá því að styrkurinn var lækkaður árið 2010.

Bæjarráð samþykkir að hækka styrkinn á árinu 2017 úr 20.000 kr. í 25.000 kr.

10. 1609101 - Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur: Bókaútgáfa um Guðberg Bergsson
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur hug á að ráðast í útgáfu á greinasafni erinda frá Guðbergsþingi sem haldið var 1. júní 2013, í tilefni þess að Guðbergur Bergsson var sæmdur doktorsnafnbót í heiðursskyni við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda.

Heildarkostnaður er áætlaður um 12 milljónir króna og er leitað til Grindavíkurbæjar og helstu fyrirtækja bæjarins um fjárstuðning að upphæð 2,5-3 milljónir króna.

Bæjarráð samþykkir að veita 1 milljón króna til verkefnisins og skorar á fyrirtæki í Grindavík til að leggja sitt af mörkum svo verkefnið verði að veruleika.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 7. mars 2018

Fundur 71

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. mars 2018

Fundur 27

Bćjarstjórn / 27. mars 2018

Fundur 482

Bćjarráđ / 20. mars 2018

Fundur 1475

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

Fundur 39

Öldungaráđ / 14. mars 2018

Fundur 1

Bćjarráđ / 13. mars 2018

Fundur 1474

Frćđslunefnd / 12. mars 2018

Fundur 73

Bćjarráđ / 6. mars 2018

Fundur 1473

Bćjarstjórn / 27. febrúar 2018

Fundur 481

Félagsmálanefnd / 15. febrúar 2018

Fundur 87

Félagsmálanefnd / 11. janúar 2018

Fundur 86

Félagsmálanefnd / 14. desember 2017

Fundur 85

Hafnarstjórn / 13. febrúar 2018

Fundur 456

Hafnarstjórn / 8. janúar 2018

Fundur 455

Hafnarstjórn / 27. nóvember 2017

Fundur 454

Frćđslunefnd / 5. febrúar 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 8. febrúar 2018

Fundur 70

Frístunda- og menningarnefnd / 10. janúar 2018

Fundur 69

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. febrúar 2018

Fundur 25

Bćjarráđ / 20. febrúar 2018

Fundur 1472