Fundur 23

  • Skipulagsnefnd
  • 22. nóvember 2016

23. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 21. nóvember 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 1501208 - Deiliskipulag miðbæjarkjarna Grindavíkur.
Málinu frestað. Sviðsstjóra falið að boða fund með skipulagsnefnd og bæjarstjórn um málið.

2. 1611005 - Norðurhóp 50-54: Fyrirspurn um breytingu
Erindi frá Arnari Inga Ingólfssyni. Í erindinu er óskað eftir breytingu á hæðarkódum á mælablaði fyrir Norðurhóp 50-54. Breytingin er innan marka deiliskipulags. Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

3. 1609020 - Stapafellsnáma: Matsáætlun
Tekin fyrir tillaga að matsáætlun vegna efnistöku í Stapafelli unnin af Eflu verkfræðistofu dagsett í nóvember 2016 ásamt beiðni um umsögn. Skipulagsnefnd telur að afmarka verði raskað svæði með hnitsettum uppdrætti. Einnig telur nefndin að gera verði grein fyrir Árnastígnum um svæðið og hvaða áhrif náman hefur á gönguleiðina. Einnig verði skilgreint hvernig og hvar efni sem gætu haft áhrif á vatnsgæði eru geymd.

4. 1610009 - Stamphólsvegur 5: breyting á deiliskipulagi - minnkun byggingarreitar
Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi Stamphólsvegar. Breytingin tekur til minnkunar á byggingarreit og nýtingarhlutfalli úr 0,8 í 0,59. Breytingin hefur ekki áhrif á nágranna. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem umsækjandi hafið áður fengið samþykkt hjá Grindavíkurbæ. Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur sviðsstjóra að afla frekari gagna.

5. 1611038 - Hafnargata 26: umsókn um byggingarleyfi
Erindi frá Eldhamar ehf. kt. 4811062060. Í erindinu er óskað eftir breytingu á neðri hæð Hafnargötu 26 í gistiheimili. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu SÁ dagsettar 11.11.2016. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.

6. 1611041 - Túngata 8: umsókn um byggingarleyfi

Erindi frá Stefaníu Huld. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi vegna breytinga á bílskúr. Einnig er sótt um að breyta bílskúr í íbúðarhluta. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn liggja fyrir.

7. 1611047 - Víkurbraut 25: breytt notkun á mh 202
Erindi frá Kjartani Sigurðssyni. Í erindinu er óskað eftir því að matshluti 202 á Víkurbraut 25 verði íbúð eins og áður var. Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur sviðsstjóra að afla frekari gagna.

8. 1611050 - Umsókn um framkvæmdaleyfi: Reiðstígur við suðurstrandaveg
Erindi frá Brimfaxa kt. 530410-2260. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir reiðveg meðfram Suðurstrandavegi. Framkvæmdinni er lýst í aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2020. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt með fyrirvara um leyfi landeigenda.

9. 1611002 - Aðalskipulag Garðabæjar: Beiðni um umsögn
Lagt fram. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd.

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 7. mars 2018

Fundur 71

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. mars 2018

Fundur 27

Bćjarstjórn / 27. mars 2018

Fundur 482

Bćjarráđ / 20. mars 2018

Fundur 1475

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

Fundur 39

Öldungaráđ / 14. mars 2018

Fundur 1

Bćjarráđ / 13. mars 2018

Fundur 1474

Frćđslunefnd / 12. mars 2018

Fundur 73

Bćjarráđ / 6. mars 2018

Fundur 1473

Bćjarstjórn / 27. febrúar 2018

Fundur 481

Félagsmálanefnd / 15. febrúar 2018

Fundur 87

Félagsmálanefnd / 11. janúar 2018

Fundur 86

Félagsmálanefnd / 14. desember 2017

Fundur 85

Hafnarstjórn / 13. febrúar 2018

Fundur 456

Hafnarstjórn / 8. janúar 2018

Fundur 455

Hafnarstjórn / 27. nóvember 2017

Fundur 454

Frćđslunefnd / 5. febrúar 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 8. febrúar 2018

Fundur 70

Frístunda- og menningarnefnd / 10. janúar 2018

Fundur 69

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. febrúar 2018

Fundur 25

Bćjarráđ / 20. febrúar 2018

Fundur 1472