Fundur nr. 72

72. fundur Félagsmálanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 17. nóvember 2016 og hófst hann kl. 16:00.


Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Laufey Sæunn Birgisdóttir aðalmaður, Valgerður Jennýjardóttir aðalmaður, Hulda Kristín Smáradóttir varamaður.

Fundargerð ritaði: Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.

 

Dagskrá:

1. 1610053 - Fjárhagsaðstoð

2. 1611031 - VMST: Húsnæðisbætur

Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs kynnir innleiðingu á nýju húsnæðisbótakerfi en frá og með 1. janúar 2017 falla niður almennar húsaleigubætur hjá sveitarfélögum. Þess í stað verða greiddar húsnæðisbætur af hálfu ríkisins (Vinnumálastofnunar). Nefndin felur sviðsstjóra að leggja fram breytingar á reglum sveitarfélagsins á sérstökum húsaleigubótum fyrir næsta fund nefndarinnar.

3. 1611015 - Fjárhagsaðstoð

4. 1611036 - Fjárhagsaðstoð

5. 1503057 - Barnaverndarmál

6. 1510091 - Málefni fatlaðra

7. 1610065 - Hádegismatur eldri borgara: Beiðni um niðurgreiðslur

Félagsmálanefnd telur fulla þörf á því að sveitarfélagið bjóði upp á heimsendingu matar og bjóði upp á heitan mat í Miðgarði í þágu eldri borgara. Í því sambandi telur nefndin rétt að maturinn verði niðurgreiddur með sambærilegum hætti og gengur og gerist hjá sveitarfélögum sem upp á þessa þjónustu bjóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10.

 

Grindavík.is fótur