Sigourney Weaver segir humarsúpuna á Bryggjunni ţá bestu í heimi
Sigourney Weaver segir humarsúpuna á Bryggjunni ţá bestu í heimi

Hin heimsfræga leikkona Sigourney Weaver, sem er sennilega þekktust fyrir túlkun sína á hörkutólinu Ripley í Alien myndunum, heimsótti Ísland síðastliðið vor og hitti þá „nöfnu“ sína eins og frægt er orðið og Nútíminn gerði góð skil. En Sigourney var ekki bara á röltinum um Laugaveginn heldur heimsótti hún einnig Grindavík og Bryggjuna þar sem hún fékk að sögn bestu máltíð sem hún hefur nokkurn tímann borðað á ferðalagi!

Sigourney greindi frá þessu í viðtali við vefsíðuna Condé Nast Traveler, og birtum við svarið hennar hér í lauslegri þýðingu okkar:

„Besta máltíð sem þú hefur borðað á ferðalagi?

Á Íslandi var farið með okkur í dásamlegt lítið sjávarþorp fyrir utan Reykjavík sem heitir Grindavík og þar var yndislegt kaffihús sem heitir Bryggjan þar sem alvöru sjómenn eru fastagestir. Veggirnir voru þaktir verðlaunaplöttum með nöfnum aflaklóa sem báru ótrúleg nöfn og voru þau örugglega meter að lengd! Þar fengum við humarsúpu, sem var bæði þykk og rjúkandi heit, borin fram með nýbökuðu brauði. Þessi máltíð bjargaði okkur, annars hefðum við eflaust öll fengið lugnabólgu.“

Ekki amaleg umsögn þetta! Humarsúpan á Bryggjunni er orðin heimsfræg, og stendur svo sannarlega undir þeirri frægð.

 

Mynd eftir Jason Bell af vefsíðu Condé Nast Traveler. Sigourney Weaver horfir yfir New York borg.

 

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur