Fundur 1425

  • Bćjarráđ
  • 15. nóvember 2016

1425. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 15. nóvember 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1601010 - Biðlistar í leikskólum og nemendafjöldi í skólum.
Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs fylgdi málinu eftir.

Bæjaráð þakkar starfshópnum fyrir sitt framlag, og tekur undir það að flytja frekar bekkjardeildir frá Hópsskóla í grunnskólann í Iðunni, frekar en að flytja lausar skólastofur.
Tillögum um framkvæmdir við leik- og grunnskóla er vísað til fjárhagsáætlunarvinnu.

2. 1610077 - Grunnskóli: Fjárhagsáætlun 2017

Tillaga að fjárhagsáætlun grunnskólans lögð fram eftir umfjöllun fræðslunefndar. Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að festa í sessi 4,4 stöðugildi stjórnunar við grunnskólann eins og það er í dag.

Jafnframt eru lagðar fram ályktanir aðalfundar foreldrafélags Grunnskóla Grindavíkur þar sem annarsvegar er skorað á bæjarstjórn að kosta námsgögn allra nemenda við Grunnskóla Grindavíkur frá og með skólaárinu 2017-2018, og hinsvegar að bæjarstjórn Grindavíkur hefji án tafar undirbúning við stækkun skólahúsnæðið við Hópsskóla

Bæjarráð samþykkir 4,4 stöðugildi stjórnunar við Grunnskóla Grindavíkur til vors 2018 og verður það þá endurskoðað. Ályktunum foreldrafélagsins er vísað til fjárhagsáætlunarvinnu.

3. 1611012 - Fasteignagjöld: Álagningarreglur 2017

Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tillögu að álagningarreglum fyrir árið 2017.

Bæjarráð vísar álagningarreglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4. 1611013 - Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum: Tekjuviðmið 2017

Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tillögu að uppfærðum tekjuviðmiðum afsláttar fyrir elli- og örorkulífeyrisþegar af fasteignagjöldum fyrir árið 2017.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5. 1511017 - Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar
Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tillögu að þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar 2017.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6. 1611018 - Fjáreigendafélag Grindavíkur: Styrkbeiðni
Fjáreigendafélag Grindavíkur óskar eftir 500.000 kr. styrk til kaupa á tilbúnum áburði eða fræjum til uppgræðslu í beitarhólfi við Krýsuvík.

Meirihluti bæjarráðs leggur til að Fjáreigendafélaginu verði veittur 50.000kr. styrkur.

Fulltrúi D-lista leggur til að styrkurinn verði 100.000 kr. eins og á síðasta ári.

Tillaga D-lista er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.

Tilldaga meirihluta bæjarráðs er samþykkt samhljóða.

7. 1611025 - Laun launafulltrúa: Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2016

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna aukins launakostnaðar í tengslum við starfslok og ráðningu nýs launafulltrúa.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 1.900.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

8. 1605024 - Umferðaröryggi: ósk um hraðatakmarkandi aðgerðir á Gerðavöllum
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 til að setja upp tvær hraðahindranir við Gerðavelli, í samræmi við ákvörðun bæjarráðs frá því í júní.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 1.700.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

9. 1602027 - íþróttamannvirki: Áfangi 3, hönnun
Fundargerð bygginganefndar íþróttamannvirkja frá 11. nóvember lögð fram. Þar óskar nefndin eftir eftir endurnýjuðu umboði þar sem það liggur fyrir að mannvirkið sem nefndinni hugnast best er dýrara en áætlað var.

Nefndin leggur til að framkvæmdinni yrði skipt í áfanga og heildarkostnaður mannvirkisins yrði um 610 mkr. skv. kostnaðaráætlun Batterísins, án áhorfendabekkja. Lagt er til að unnið verði eftir eftirfarandi áfangaskiptingu.
1. Áfangi 1. Íþróttahús fullbúið(án áhorfendabekkja) og millibygging fokheld en innréttað fyrir bardagaíþróttir 430 mkr.
2. Áfangi 2. Sturtur/klefar innifrágangur á millibyggingu 140 mkr.
3. Áfangi 3. Búnaður 40 mkr.

Afgreiðslu er frestað til næsta fundar.

10. 1611024 - Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar: Ráðning
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs að afla tilboða frá ráðningarskrifstofum í aðstoð við ráðningu bæjarstjóra.

11. 1602035 - Búsetumál eldri borgara í Grindavík: uppbygging við Víðihlíð

Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs fylgdi málinu eftir og gerði grein fyrir stöðu biðlista.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. febrúar 2018

Fundur 26

Bćjarráđ / 13. febrúar 2018

Fundur 1471

Bćjarráđ / 7. febrúar 2018

Fundur 1470

Bćjarstjórn / 31. janúar 2018

Fundur 480

Bćjarráđ / 24. janúar 2018

Fundur 1469

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2018

Fundur 37

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. janúar 2018

Fundur 23

Bćjarráđ / 17. janúar 2018

Fundur 1468

Frćđslunefnd / 11. janúar 2018

Fundur 71

Bćjarráđ / 3. janúar 2018

Fundur 1467

Bćjarstjórn / 20. desember 2017

Fundur 479

Bćjarráđ / 13. desember 2017

Fundur 1466

Afgreiđslunefnd byggingamála / 12. desember 2017

Fundur 22

Skipulagsnefnd / 12. desember 2017

Fundur 36

Frístunda- og menningarnefnd / 11. desember 2017

Fundur 68

Frístunda- og menningarnefnd / 11. desember 2017

Fundur 67

Frćđslunefnd / 5. desember 2017

Fundur 70

Bćjarstjórn / 29. nóvember 2017

Fundur 478

Bćjarráđ / 22. nóvember 2017

Fundur 1464

Skipulagsnefnd / 21. nóvember 2017

Fundur 35

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. nóvember 2017

Fundur 21

Bćjarráđ / 15. nóvember 2017

Fundur 1463

Frćđslunefnd / 14. nóvember 2017

Fundur 69

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. nóvember 2017

Fundur 25

Bćjarráđ / 8. nóvember 2017

Fundur 1462

Bćjarstjórn / 1. nóvember 2017

Fundur 477

Skipulagsnefnd / 27. október 2017

Fundur 34

Bćjarráđ / 25. október 2017

Fundur 1461

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 20. október 2017

Fundur 24

Hafnarstjórn / 19. október 2017

Fundur 453