Morgunskraf í bođi stjórnenda á Degi íslenskrar tungu

  • Grunnskólinn
  • 15.11.2016
Morgunskraf í bođi stjórnenda á Degi íslenskrar tungu

Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Grunnskóla Grindavíkur.

Skólastjórnendur bjóða ykkur til "morgunskrafs" á kaffistofu starfsmanna í Iðunni, húsnæði Grunnskólans á Ásabraut, á Degi íslenskrar tungu, miðvikudaginn 16. nóvember kl. 8:00 - 8:40. Stundin er hugsuð fyrir foreldra allra nemenda skólans.

Í morgunskrafi setjumst við niður yfir kaffibolla og eigum saman óformlegt spjall um skólastarfið. Markmið með "morgunskrafi" er að auka tengsl heimila og skóla og gefa foreldrum/forráðamönnum tækifæri til að ræða við stjórnendur skólans um áherslur og stefnur.
Að þessu sinni viljum ræða sérstaklega um nýja heimanámsstefnu og leiðir til að auka áhuga nemenda á lestri. Við hvetjum foreldra til að mæta og taka þátt í að móta með okkur metnaðarfullt skólastarf. Við hlökkum til að sjá ykkur.

Fyrir hönd stjórnenda Grunnskóla Grindavíkur
Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri

 

Mynd með frétt er tekin á síðasta skólaári þegar morgunskraf var haldið í Hópsskóla.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 19. júlí 2018

Atvinna - Félagsmiđstöđin Ţruman

Íţróttafréttir / 12. júlí 2018

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

Fréttir / 6. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Íţróttafréttir / 5. júlí 2018

Grindavíkurkonur á taplausri braut

Fréttir / 4. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 3. júlí 2018

Víkurhóp - nýjar lóđir

Íţróttafréttir / 3. júlí 2018

Vinningaskrá Nafnalukka meistaraflokks kvenna

Fréttir / 2. júlí 2018

Atvinna - Bćjarstjóri Grindavíkurbćjar