Fundur 1424

  • Bćjarráđ
  • 9. nóvember 2016

1424. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 8. nóvember 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1602035 - Búsetumál eldri borgara í Grindavík: uppbygging við Víðihlíð
Framhald frá síðasta fundi.

Útboðsgögn og teikningar lagðar fram, ásamt minnisblaði um leigu.

Formaður leggur til að sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs verði falið að bjóða út byggingu 6 íbúða viðbyggingar við Víðihlíð, í samræmi við fyrirliggjandi útboðsgögn.

Samþykkt samhljóða.

2. 1611004 - Beiðni um samtarf: föngun og merking villikatta
Dýraverndunarfélagið VILLIKETTIR kt. 710314-1790, óskar eftir samstarfi við Grindavíkurbæ og viðurkenningu á aðferðafræði sinni sem kennd er við TNR (Trap-Neuter-Return) eða Fanga-Gelda-Skila.

Jafnframt lagt fram minnisblað Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja um TNR aðferðafræðina.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið en hafnar þátttöku í verkefninu að þessu sinni.

3. 1610010 - Fimleikadeild UMFG: Beiðni um styrk
Fimleikadeild UMFG óskar eftir styrk frá Grindavíkurbæ til þess að greiða æfingagjöld fyrir iðkendur fimleikadeildarinnar í húsnæði Fimleikaakademíu Keflavíkur.

Frístunda- og menningarefnd leggur til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð hafnar erindinu.

4. 1501010 - Íþróttamannvirki: Uppbygging tengibyggingar og íþróttasalar
Tillaga að samkomulagi við Verkís vegna frágangs niðurfalla í klefum lögð fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.

5. 1611007 - Þjónustumiðstöð: beiðni um viðauka
Byggingafulltrúi óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 að fjárhæð 1.600 þúsund vegna mikils og óvænts viðhalds á bílum og tækjum Þjónustumiðstöðvar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

6. 1611010 - Bótin upplýsingarit: upplýsingasíða
Óskað er eftir því að Grindavíkurbær kaupi upplýsingasíðu í Bótinni-þjónustu- og upplýsingaskrá Grindavíkur.

Bæjarráð hafnar erindinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135