Fundur 467

467. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 8. nóvember 2016 og hófst hann kl. 19:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson 1. varaforseti, Guðmundur L. Pálsson Bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir forseti, Marta Sigurðardóttir 2. varaforseti, Jóna Rut Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir Bæjarfulltrúi, Guðmundur Grétar Karlsson varamaður og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Jón þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Boðað er til aukafundar í bæjarstjórn skv. 3. mgr. 9. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar.

Áður en gengið var til dagskrár bauð forseti Guðmund Grétar Karlsson velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Dagskrá:

1. 1610034 - Miðgarður uppbygging: Útboðsgögn
Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri, sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Marta og Hjálmar

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að heimila Siglingasviði Vegagerðarinnar að bjóða verkið út skv. útboðslýsingu.

2. 1610078 - Trúnaðarmál

Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarmálabók.

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30.

 

 

Grindavík.is fótur