Fundur 58

  • Frćđslunefnd
  • 8. nóvember 2016

58. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 7. nóvember 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Þórunn Svava Róbertsdóttir formaður, Ámundínus Örn Öfjörð aðalmaður, Ómar Örn Sævarsson aðalmaður, Guðmundur Grétar Karlsson aðalmaður, Valdís Inga Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Elva Björk Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi, Halldóra Kristín Magnúsdóttir grunnskólastjóri, Inga Þórðardóttir skólastjóri, Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri, Fríða Egilsdóttir leikskólastjóra og Petra Rós Ólafsdóttir fulltrúi foreldra.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur.

Dagskrá:

1. 1610076 - Tónlistarskóli: Fjárhagsáætlun 2017
Inga Þórðardóttir lagði fram fjáhagsáætlun Tónlistarskóla Grindavíkur.

2. 1601010 - Biðlistar í leikskólum og nemendafjöldi í skólum.
Lögð fram greinargerð starfshóps um framtíðaráætlun um hvernig verði brugðist við fjölgun nemenda með tillögum hópsins ásamt fylgiskjölum. Fræðslunefnd telur að í greinargerð starfshópsins komi fram góðar og framkvæmanlegar hugmyndir til framtíðar. Gera þarf ráð fyrir fjármagni til viðbyggingar og hefja undirbúning að stækkun Hópsskóla svo hægt verði að bregðast við auknum nemendafjölda í grunnskóla á næstu árum. Mikilvægt er að ráðast í aðgerðir sem fyrst. Mikilvægt er að hrinda af stað því ferli sem þarf til að tryggja aukið varanlegt leikskólahúsnæði í sveitarfélaginu innan 5 ára, m.a. með því að stækka lóð við Heilsuleikskólann Krók. Fræðslunefnd þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf.

3. 1610061 - Niðurstöður samræmdra prófa haust 2016
Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri kynnti niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk haustið 2016. Fræðslunefnd lýsir ánægju með árangur nemenda í þremur af fjórum samræmdum prófum sem voru yfir landsmeðaltali.

4. 1610077 - Grunnskóli: Fjárhagsáætlun 2017

Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri fór yfir helstu atriði fjárhagsáætlunar og lagði fram greinargerð með tillögu að framtíðarfyrirkomulagi í stjórnun skólans ásamt drögum að starfslýsingum aðstoðarskólastjóra og þirggja deildarstjóra. Tillagan hljóðar upp á áframhaldandi 4,4 stöðugildum stjórnunar. Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að festa í sessi 4,4 stöðugildi stjórnunar við grunnskólann eins og það er í dag.

5. 1502022 - Skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur
Halldóra K. Magnúsdóttir lagði fram almennan hluta skólanámskrá og kafla um námsmat. Fræðslunefnd staðfestir skólanámskrá Grunnskólans og felur skólastjóra að bregðast við þeim athugasemdum sem fram komu m.a. að skerpa á umfjöllun um grunnþætti menntunar.

6. 1508035 - Umbótaáætlun í kjölfar úttektar á Grunnskóla Grindavíkur. Eftirfylgni

Lagt fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti dags. 6. sept. sl. þar sem óskað er upplýsinga um stöðu umbóta og mat sveitarstjórnar á umbótum eftir úttekt á Grunnskóla Grindavíkur. Unnið hefur verið að umbótum skv. áætlun og telst þeim þáttum lokið með framlagningu skólanámskrár. Skólaráð grunnskólans bókaði á fundi sínum
að vel hefði tekist til með umbætur og mikill uppgangur væri í skólastarfinu og lýstu ánægju með störf foreldra, nemenda og starfsmanna skólans. Fræðslunefnd staðfestir að úttekt á skólanum hafi verið til framþróunar og gert markvissar kröfur á skólasamfélagið til úrbóta sem glöggt megi sjá á góðri þróun í mörgum verkefnum skólans s.s. Vinaliðaverkefninu og mótun heimanámsstefnu.

7. 1610007 - Skólastarf: ytra mat sveitarfélags á skólahaldi 2016-2017
Ingibjörg María Guðmundsdóttir lagði fram drög að framkvæmdaárætlun fyrir ytra mat haustannar.

8. 1609108 - Fjárhagsáætlun 2017: Skólaskrifstofa NMJ
Fram lögð fjárhagsáætlun skólaskrifstofu fyrir árið 2017.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:46.


___________________________ ___________________________

 


___________________________ ___________________________

 

___________________________ ___________________________

 

___________________________ ___________________________

 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. febrúar 2018

Fundur 25

Bćjarráđ / 20. febrúar 2018

Fundur 1472

Skipulagsnefnd / 19. febrúar 2018

Fundur 38

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. febrúar 2018

Fundur 26

Bćjarráđ / 13. febrúar 2018

Fundur 1471

Bćjarráđ / 7. febrúar 2018

Fundur 1470

Bćjarstjórn / 31. janúar 2018

Fundur 480

Bćjarráđ / 24. janúar 2018

Fundur 1469

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2018

Fundur 37

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. janúar 2018

Fundur 23

Bćjarráđ / 17. janúar 2018

Fundur 1468

Frćđslunefnd / 11. janúar 2018

Fundur 71

Bćjarráđ / 3. janúar 2018

Fundur 1467

Bćjarstjórn / 20. desember 2017

Fundur 479

Bćjarráđ / 13. desember 2017

Fundur 1466

Afgreiđslunefnd byggingamála / 12. desember 2017

Fundur 22

Skipulagsnefnd / 12. desember 2017

Fundur 36

Frístunda- og menningarnefnd / 11. desember 2017

Fundur 68

Frístunda- og menningarnefnd / 11. desember 2017

Fundur 67

Frćđslunefnd / 5. desember 2017

Fundur 70

Bćjarstjórn / 29. nóvember 2017

Fundur 478

Bćjarráđ / 22. nóvember 2017

Fundur 1464

Skipulagsnefnd / 21. nóvember 2017

Fundur 35

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. nóvember 2017

Fundur 21

Bćjarráđ / 15. nóvember 2017

Fundur 1463

Frćđslunefnd / 14. nóvember 2017

Fundur 69

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. nóvember 2017

Fundur 25

Bćjarráđ / 8. nóvember 2017

Fundur 1462

Bćjarstjórn / 1. nóvember 2017

Fundur 477

Skipulagsnefnd / 27. október 2017

Fundur 34