Fundur 17

17. fundur umhverfis- og ferðamálanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 2. nóvember 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Gunnar Margeir Baldursson formaður, Hjörtur Waltersson aðalmaður, Magnús Andri Hjaltason aðalmaður, Jón Emil Halldórsson aðalmaður, Kristín María Birgisdóttir varamaður, Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Siggeir Fannar Ævarsson Upplýsinga- og skjalafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Siggeir F. Ævarsson, upplýsinga- og skjalafulltrúi.

Dagskrá:

1. 1608142 - Umhverfisframmistaða: mælingar í Grindavík
Fulltrúar frá ARK Technology komu á fundinn og fluttu kynningu á rafrænu umhverfisskráningarkerfi. Starfsmönnum nefndarinnar falið að afla upplýsinga um sundurliðaða kostnaðaráætlun fyrir kerfið.

2. 1607018 - Skilti í Grindavíkurbæ: Reglugerð
Drög að reglugerð um staðsetningu og útlit auglýsingaskilta í Grindavíkurbæ lögð fram. Starfsmönnum falið að vinna að lokaútfærslu í samvinnu við nefndina fyrir næsta fund.

3. 1603024 - Umhverfisstefna Grindavíkurbæjar: Hugmyndavinna
Drög að umhverfisstefnu lögð fram. Málið verður unnið áfram á næstu fundum nefndarinnar. Starfsmönnum falið að skerpa á drögunum í samræmi við ábendingar nefndarinnar og hefja vinnu við nánari útfærslu.

4. 1608039 - Umhverfisverðlaun: 2016

Drög að samþykkt um Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar lögð fram. Málinu vísað til bæjarráðs til samþykktar.

5. 1605052 - Stefnumótun til framtiðar: Umhverfis- og ferðamál
Nefndin kallar eftir að samráðsfundur þeirra sem að málinu koma verði haldinn sem fyrst.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15.

 

 

Grindavík.is fótur