Fundur nr. 57

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 3. nóvember 2016

57. fundur Frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 2. nóvember 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Atli Geir Júlíusson aðalmaður, Sigurður Enoksson aðalmaður, Þórunn Alda Gylfadóttir formaður, Anita Björk Sveinsdóttir aðalmaður, Þorsteinn Gunnarsson embættismaður og Anton Kristinn Guðmundsson varamaður. Einnig sat Björg Erlingsdóttir nýr sviðsstjóri fundinn.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn Gunnarsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

 

Dagskrá:

1. 1610020 - Ráðning: sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs
Björg Erlingsdóttir hefur verið ráðin nýr sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. Hún tekur formlega til starfa 1. desember. Frístunda- og menningarnefnd býður hana velkomna til starfa.

2. 1606072 - Fjárhagsáætlun 2017-2020: Grindavíkurbær og stofnanir
Endurskoðuð fjárhagsáætlun frístunda- og menningarsviðs 2017 lögð fram. Nefndin samþykkir áætlunina.

3. 1610069 - Frístunda- og menningarsvið: Menningarvika 2017
Ýmsar hugmyndir ræddar um Menningarvikuna 2017 sem fram fer 11.-19. mars n.k. Almennur undirbúnings- og kynningarfundur verður haldinn í desember.

4. 1610010 - Fimleikadeild UMFG: Beiðni um styrk

Erindi frá fimleikadeildinni um styrk frá Grindavíkurbæ til þess að greiða æfingagjöld fyrir iðkendur fimleikadeildarinnar í húsnæði Fimleikaakademíu Keflavíkur. Nefndin hafnar erindinu.

5. 1610059 - Grindavíkurbær: Heilsueflandi samfélag
Kynning á verkefninu Heilsueflandi samfélag sem er á vegum Embættis landlæknis. Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurshópa. Í þeim tilgangi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem unnið er með, það er næring, hreyfing, geðrækt og lífsgæði. Nefndin samþykkir að Grindavíkurbær sæki um aðild og verði heilsueflandi samfélag og að forvarnarteymi Grindavíkurbæjar verði stýrihópur verkefnisins.

6. 1610070 - Friðarganga: 2016
Drög að verkefnisáætlun lögð fram.

7. 1609003 - UMFG: Þjónustukönnun 2016
Í framhaldi af þjónustukönnun UMFG í haust um barna- og unglingastarf var boðað til opins fundar þar sem niðurstöðurnar voru kynntar og umræður voru á borðum um hvernig bæta mætti samstarf innan UMFG. Farið yfir helstu niðurstöður af fundinum. Stjórn UMFG falið að fylgja þeim eftir í samráði við sviðsstjóra.

8. 1610071 - Íþróttamaður og íþróttakona ársins: 2016
Lögð fram verkefnisáætlun fyrir kjör íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2016. Hátíðin fer fram að vanda á gamlársdag í Gjánni.

9. 1501142 - Forvarnarteymi: Fundargerðir
Fundargerðin lögð fram.

10. 1602175 - Samsuð: Fundargerðir
Fundargerðin lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 7. mars 2018

Fundur 71

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. mars 2018

Fundur 27

Bćjarstjórn / 27. mars 2018

Fundur 482

Bćjarráđ / 20. mars 2018

Fundur 1475

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

Fundur 39

Öldungaráđ / 14. mars 2018

Fundur 1

Bćjarráđ / 13. mars 2018

Fundur 1474

Frćđslunefnd / 12. mars 2018

Fundur 73

Bćjarráđ / 6. mars 2018

Fundur 1473

Bćjarstjórn / 27. febrúar 2018

Fundur 481

Félagsmálanefnd / 15. febrúar 2018

Fundur 87

Félagsmálanefnd / 11. janúar 2018

Fundur 86