Bekkjarsáttmálar á yngsta stigi

  • Grunnskólinn
  • 30. október 2016

Grunnskóli Grindavíkur hefur til margra ára haft gildi Uppbyggingarstefnunnar, uppeldi til ábyrgðar að leiðarljósi. Liður í því er að gerður er svokallaður bekkjarsáttmáli. Nemendur hvers bekkjar gera bekkjarsáttmála um það hvernig þeir vilja haga samskiptum sínum og vinnu í skólanum.

Bekkjarsáttmálar eru byggðir á Uppbyggingarstefnunni og eru skriflegir og undirritaðir af öllum nemendum bekkjarins. Þeir eru teknir til umræðu og endurskoðunar að minnsta kosti einu sinni yfir veturinn eða oftar ef þurfa þykir. Þá fara kennarar m.a. yfir mitt og þitt hlutverk með nemendum til að skerpa á og skýra línur. Að stefna að sjálfstjórn er mikilvægt frá bernsku til fullorðinsára og er það gott veganesti fyrir öll börn. Á myndunum má sjá mismunandi útfærslur á bekkjarsáttmálum á yngsta stigi og öðru er tengist Uppbyggingarstefnunni.  Frábær vinna hjá nemendum og kennurum.
Fleira þessu tengt má lesa á slóð á heimasíðunni:

http://www.grindavik.is/grunnskoli/uppbygging

 

 

 

 

Hressir krakkar í 2. M.

 

 

 

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir