Botnsteinum skipt út viđ flotbryggju

  • Fréttir
  • 21. október 2016

Í vikunni var farið í ansi stórt viðhaldsverkefni í Grindavíkurhöfn, a.m.k. í kílóum talið. Botnsteinum við 25 metra flotbryggju Grindavíkurhafnar var skipt út, en flestar festingar á gömlu steinunum voru orðnar mjög slitnar. Þá höfðu einhverjir steinar færst til svo að þriggja tonna steinum var skipt út fyrir fimm tonna steina. 

Grindavík.net greindi frá þessu en þar má einnig sjá fleiri myndir frá framkvæmdunum:

„Í fyrradag [þriðjudag] fór fram vinna við að skipta út botnsteinum við 25 metra flotbryggju Grindavíkurhafnar þar sem þremur 3 tonna steinum var skipt út fyrir 5 tonna steina. Festingar á gömlu steinunum voru flestar orðnar mjög tærðar auk þess sem steinarnir hafa dregist til. Því var ákveðið að hafa nýju steinana stærri og þyngri.

Að auki var gamall steinn sem enn hefur góða festingu færður að annarri flotbryggju á stað sem ekki var botnfesta fyrir til að tryggja þá flotbryggju betur. Ennfremur voru festingar á sjálfri bryggjunni orðnar tærðar og þurfti að skera þær frá og rafsjóða nýjar á bryggjuna í staðinn. Hífa þurfti upp annan endann á bryggjunni í einu til að gera rafsuðumönnum kleift að gera við þessa kengi sem annars liggja undir sjávarmáli.

Að þessari vinnu komu fjölmörg fyrirtæki til aðstoðar við hafnarstarfsmenn s.s. Köfunarþjónusta Gunnars, H.H smíði, Kranaþjónusta Jóns og Margeirs, Vélsmiðja Grindavíkur og TG Raf. Landgangurinn var svo sendur í viðgerð þar sem einn burðarbitinn var brotinn. Dráttarbáturinn Bjarni Þór var notaður til að draga gömlu steinana að bryggju þar sem þeir voru hífðir á land og þeir nýju svo bundnir fram undir stefni og þeim slakað á réttan stað.

Ef botnfestur, s.s. teygjur, tóg, keðjur og lásar eru orðin lúin og löskuð er augljóslega, mikil hætta á því að tengingar við botnfestur rofni, hugsanlega með dýrum afleiðingum fyrir báta sem við þá bryggju liggja. Árlega er tærðum lásum og keðjum skipt út til að viðhalda öruggri festu. En eins og gefur að skilja er ekki verið að vinna við bestu aðstæður þar sem skyggni undir sjávaryfirborði er oft slæmt og þar sem keðjur liggja á botninum, því alltaf einhver hætta á því að tæring uppgötvist ekki í þessum yfirferðum, því er mikilvægt að hafa fleiri festur en færri til að ekki fari illa þó ein þeirra gefi sig.

Helstu kostir við flotbryggjur er að þær henta minni bátum betur en hefðbundnar bryggjur sérstaklega þar sem munur á flóði og fjöru er tiltölulega mikill eins og t.d. í Grindavíkurhöfn og þær eru ódýrari fjárfesting en t.d. stálþil eða staurabryggjur. Ókosturinn er að það fer mikil vinna fram við þær við eftirlit og viðhalds eins og t.d í gær.“

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!