Grindavík sigrađi Hauka í framlengdum leik

  • Körfubolti
  • 14. október 2016

Grindvíkingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos-deild karla og blása á allar hrakspár sem voru settar fram fyrir tímabilið. Haukar komu í heimsókn í Mustad-höllina í gær og fóru Grindvíkingar með sigur af hólmi í framlengingu í miklum spennuleik.

Grindvíkingar hófu leikinn af miklum krafti og skoruðu 11 fyrstu stig leiksins. Haukar unnu sig þó inn í leikinn og leiddu í hálfleik, 33-37. Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við Vísi að þetta hefði verið ljótur sigur. Liðið hitti illa og gerði mörg klaufaleg mistök. Strákarnir eigi því helling inni.

Leikurinn varð æsispennandi undir lokin og fór í framlengingu þar sem Grindvíkingar, og þá sérstaklega Lewis Clinch, spiluðu vel og kláruðu leikinn 92-88. Clinch setti 6 víti í röð á ögurstundu og sigldi sigrinum heim. 

Clinch var stigahæstur Grindavíkinga með 29 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson setti 18 og tók 15 fráköst og Ómar Sævarsson setti önnur 18 og tók 10 fráköst.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (karfan.is)

Umfjöllun og viðtöl á Vísi


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir