Hausttölublađ Járngerđar er komiđ út

  • Fréttir
  • 11. október 2016

Annað tölublað Járngerðar, fréttabréfs Grindavíkurbæjar, kemur út í dag og er verið að dreifa því í öll hús í bænum. Blaðið er einnig hægt að nálgast hér (PDF). Blaðið er í stærra lagi að þessu sinni, 24 síður sem eru smekkfullar af spennandi og frumsömdu efni sem var sérstaklega unnið fyrir blaðið og hefur ekki birst áður hér á netinu en við munum svo birta efni úr blaðinu hér næstu daga. 

Meðal efnis að þessu sinni er ítarleg umfjöllun um umhverfisverðlaunin ásamt myndum, umfjöllun um saltfiskhátíð í vinabæ Grindavíkur í Portúgal - Ilhavo, fréttir frá grunnskólanum, 30 ára afmæli Þrumunnar og fréttir úr Reykjanes Geopark, ásamt fjölmörgum öðrum áhugaverðum og skemmtilegum fréttum úr Grindavík.

Haustblað Járngerðar er vanalega 3. tölublað ársins en þar sem að dagskrá Sjóarans var ekki gefin út undir merkjum Járngerðar í ár er blaðið núna því í raun 2. tölublað. Síðasta tölublað ársins kemur svo út í desember. Við hvetjum bæjarbúa til að senda áhugaverðar efnishugmyndir á ritstjóra, Siggeir F. Ævarsson, á netfangið siggeir@grindavik.is.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!