Fjörudagur í Bót á laugardaginn

  • Fréttir
  • 6. október 2016

Næsta laugardag, 8. október kl. 16:00, boðar frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbær í samvinnu við Hafró til FJÖRUDAGS í Bót en há fjara er um kl. 16:40. Við Bótina eru grynningar, svæðið er barnvænt og margt að skoða. Í boði er tækifæri til að kynnast fjölbreyttu lífríki við ströndina, og tilvalið að njóta dagsins með börnunum. Fólk er minnt á að búa sig eftir veðri, hafa með stígvél og ílát til að safna því sem vekur áhuga. Ekki er verra að hafa með smá nesti. Börnin eru á ábyrgð foreldra sinna allan tímann.

Aðstoðað verður við að greina það sem kemur á land.Þórunn Alda Gylfadóttir líffræðikennari og formaður frístunda- og menningarnefndar ásamt fulltrúa frá Hafró verða til aðstoðar.

Fjörudagurinn er hluti af Heilsu- og forvarnarviku Grindavíkurbæjar.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir