Krókur ţjófstartar Heilsu- og forvarnarvikunni međ fjölskyldugöngu á morgun

  • Fréttir
  • 30. september 2016

Heilsu- og forvarnarvika Grindavíkur hefst formlega á mánudaginn. En Heilsuleikskólinn Krókur þjófstartar á morgun, laugardaginn 1. október kl. 11:00 með fjölskyldugöngu hringinn í kringum Þorbjörn í tilefni af hreyfihvatningu Skóla ehf. og býður öllum bæjarbúum að taka þátt vegna hreyfiátaks Grindavíkurbæjar. Lagt verður af stað frá tanknum við aðkeyrslu að skógræktinni og endar gangan í Selskógi þar sem boðið verður upp á ávaxtahressingu í boði skólans.
Gangan gæti tekið 1-2 klst allt eftir aldri og formi þátttakenda.

Ár hvert efna Skólar ehf. til 6 vikna hreyfiátaks í leikskólum fyrirtækisins og skipuleggur hver skóli einn hreyfiviðburð tengdan átakinu.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir