Brunaćfing á Ásabrautinni

  • Fréttir
  • 28. september 2016

Brunaæfing var haldin í morgun á Ásabrautinni. Brunabjallan hringdi klukkan 10 í morgun, þá söfnuðu kennarar nemendum sínum í stafrófsröð og tóku nafnakall. Siðan var gengið fylktu liði út úr skólanum og alla leið út á sparkvöll. Þar var öllum bekkjum safnað saman og biðu allir rólegir þar til gefið var leyfi til að fara inn í skóla aftur.

 

Vel tókst til með æfinguna, skipulega var gengið til verka, veðrið gott og ekkert óvænt kom uppá.

Slökkvilið Grindavíkur tók þátt í æfingunni, reykkafarar fóru inn í skólann að leita að fólki en vel tókst til með rýmingu og voru allir nemendur farnir úr stofunum sínum stuttu eftir að viðvörunarbjallan fór í gang.

Haft er eftir slökkviliðsstjóranum að krakkarnir hafi staðið sig mjög vel og tekið þátt í æfingunni af miklum áhuga. Eftir æfinguna fengu börnin svo að skoða slökkvibílana.  

Viðbragðsáætlun fyrir Grunnskóla Grindavíkur er að finna á heimasíðunni undir flipanum um skólanámskrá.
Fleiri myndir af æfingunni birtast á Facebook-síðu skólans.

 

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!