Ávaxtaáskrift-tilraunaverkefni

  • Fréttir
  • 26. september 2016

Nemendum Grunnskóla Grindavíkur gefst nú kostur á að skrá sig í ávaxtaáskrift frá og með 1.okt. n.k. Um er að ræða niðurskorinn ávöxt og/eða grænmeti sem áskrifendum verður boðið upp á, í nestistíma að morgni. Hver skammtur inniheldur sem svarar einum ávexti ( ½ ávöxtur og ½ grænmeti). Um er að ræða tilraunaverkefni í október en ef vel gengur heldur áskriftin áfram í vetur. Nemendur í 1.-6.bekk fá ávexti og grænmeti á bökkum inn í skólastofurnar en nemendur í 7.-10. bekk koma í mötuneytið og fá sér sjálfir. Ávaxtaáskrift kostar kr. 2.200,- á mánuði.   

Hafi fólk áhuga á að kaupa slíka áskrift er fólki bent á að fylla út umsóknarblað sem verður sent heim, skila því svo útfylltu til ritara skólans eða til umsjónarkennara fyrir 28. september.
Það er Skólamatur ehf, sem sér um þessa millimáltíð en frumkvæðið er komið frá stjórnendum skólans.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir