Skemmtilegt Nordplus verkefni í 8. bekk

  • Grunnskólinn
  • 21. september 2016

Í ár taka 8. bekkir þátt í verkefninu Ung i Norden - Nordlinien á vegum Nordplus. Verkefnið felst í að nemendur kynnast jafnöldrum i skólanum í Thyregod i Damörku. Nemendur undirbjuggu kynningu á sér og nærumhverfinu á dönsku, gerðu myndband og sendu hinum skólanum til kynningar. Þeir fengu jafnframt kynningarmyndband frá Dönunum og undirbjuggu spurningar til þeirra sem þeir lögðu fyrir á sérstökum samskiptadegi 19. sept. 

Nemendur unnu uppskrift að íslenskri kjötsúpu, þýddu hana yfir á dönsku, gerðu kynningarmyndband og sendu skólanum. Seinni samskiptadaginn 20.sept elduðu nemendur danskan mat eftir uppskrift sem Danirnir sendu til okkar.

Á meðan á þessu stóð vorum við í netsambandi í gegnum forritið Hangouts og Google+. Nemendur voru sammmála um að þetta hefði gengið vel og verið skemmtilegt. Þriðji samskiptadagurinn í desember mun ganga út á að íslensku og dönsku nemendurnir kynnast lífi unglinga á Grænlandi. Á þennan hátt fá nemendur tækifæri til að efla og þjálfa orðaforða sinn um líf unglinga, áhugamál og nærumhverfi á Íslandi, Danmörku og Grænlandi. Nemendur þurfa að tjá sig við Dani og hlusta á þá, jafnframt kynnast þeir menningu í Danmörku og á Grænlandi. Nemendur fá þjálfun í að vinna með forritin Hangouts, Google+, gera myndbönd með tónlist og undirtexta og deila því á samskiptasíðu og youtube.

 

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir