Alda vekur heimsathygli

  • Fréttir
  • 19. september 2016

Drykkurinn Alda, sem þróaður var af grindvíska fyrirtækinu Codland og kom á markað núna í sumar hefur vakið umtalsverða athygli, og nú á heimsvísu. Á dögunum var fjallað um Öldu í Dieline, sem er eitt áhrifamesta umbúða- og hönnunarveftímarit heims. Heimasíða Sjávarklasans greindi frá:

"Alda er nýr kollagen heilsudrykkur frá Codland. Drykkurinn kom á markað í sumar og hefur þegar vakið mikla athygli og lukku meðal neytenda og annarra.

Í vikunni var sérstaklega fjallað um Öldu í einu áhrifamesta umbúða- og vöruhönnunarveftímariti heims, Dieline. Tímaritið er með milljónir lesenda um allan heim og hefur þann megintilgang að kynna áhugaverða og flotta hönnun frá öllum heimshornum. Hönnuður umbúðanna er Milja Korpela hönnuður hjá Íslenska sjávarklasanum.

Alda inniheldur kollagen sem er ein tegund próteins sem við inntöku getur bætt heilsu og hreyfigetu fólks. Kollagenið örvar frumur í brjóski og liðum og stuðlar að endurnýjunarferli í bandvefjum, en kollagenið styður t.d. vefi í beinum, húð, vöðvum og sinum líkamans. Inntaka kollagens hefur einnig áhrif á húð og getur dregið úr hrukkumyndun.

Hér má lesa umfjöllunina um Öldu í Dieline, hún er á ensku."

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!