Ţorsteinn Gunnarsson ráđinn sveitarstjóri Skútustađahrepps

  • Fréttir
  • 13. september 2016

Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri frístunda- og menningarsviðs, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps, en Þorsteinn var ráðinn úr hópi 23 umsækjenda. Þorsteinn er hokinn af reynslu í stjórnsýslunni en hann hefur unnið hjá Grindavíkurbæ í 9 ár, fyrst sem upplýsinga- og þróunarfulltrúi og síðan sem sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs frá árinu 2013. Þor­steinn hef­ur setið í fjöl­mörg­um nefnd­um og ráðum, m.a. í stjórn Ferðamála­sam­taka Reykja­ness og Reykjanes Geopark.

Þorsteinn sem á bakgrunn í fjölmiðlum, en hann var lengi sem íþróttafréttamaður hjá Stöð 2, lærði fjölmiðlafræði í Svíþjóð á sínum tíma en bætti síðar við sig meistaraprófi í verkefnisstjórnun (MPM) og er með diplóma í opiniberri stjórnsýslu. Þorsteinn, sem varð fimmtugur á árinu, er giftur Rósu Signýju Baldursdóttur og eiga þau þrjú börn. 

Við hér hjá Grindavíkurbæ þökkum Þorsteini kærlega fyrir allt það góða starf sem hann hefur unnið fyrir bæjarfélagið og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun