Jóga og núvitund á miđstigi

  • Grunnskólinn
  • 12. september 2016

Í Grunnskólanum við Ásabraut ríkir ró og friður hjá miðstiginu í fyrsta tíma á mánudögum. Í haust var í fyrsta sinn boðið upp á jóga- og núvitundarstund á Ásabrautinni einu sinni í viku en þetta fyrirkomulag hefur verið iðkað í Hópsskóla og á leikskólanum Króki. Halldóra Halldórsdóttir kundalinijógakennari og grunnskólakennari leiðir þessa stund og er yndislegt að sjá hvað hún nær vel til barnana. Þau börn sem nú voru að byrja í 4. bekk eru búin að fá þjálfun í núvitund í Hópskóla svo þau þekkja fyrirkomulagið og börnin í 5. og 6. bekk voru ekki lengi að átta sig á því hvað þetta er notarlegt.

Rannsóknir á ungmennum sýna að ástundun núvitundar hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu, félagsfærni, tilfinningalíf og líðan þeirra.


Að innleiða hugleiðslu einu sinni á dag sem leið til að róa hugann, minnka streitu, auka einbeitingu og vellíðan. - Að gefa börnum tækifæri á að skoða, viðurkenna og tjá tilfinningar sínar. - Að innleiða samhygð með markvissum hætti. - Að iðka jóga í smiðjum þar sem farið er í ýmsar æfingar, slökun og öndun, sem styðja við núvitundina og ýtir undir sjálfstraust og jákvæð samskipti. Með þessum hætti teljum við að nemendur nái, eins og segir í Aðalnámskrá; „að tileinka sér hæfni sem felur í sér jákvæð viðhorf og siðferðisstyrk, tilfinningar og sköpunarmátt og félagsfærni og frumkvæði", til að fóta sig í flóknum heimi.


Erlendar rannsóknir á núvitund í skólastarfi hafa sýnt fram á að með ástundun núvitundar dregur úr áhyggjum barna og ungmenna, streitu, kvíða og neikvæðri hegðun og þau upplifa aukna vellíðan, sjálfsöryggi, aukna sjálfsvitund og innri frið.


Jóga-morgunstund gefur gull í mund

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir