Mikil ánćgja ríkir međ fyrirkomulag ćfingagjalda

  • Fréttir
  • 9. september 2016

Fram kemur í fundargerð frístunda- og menningarnefndar að í ágúst var send út þjónustukönnun til allra foreldra/forráðamanna sem eiga börn á grunnskólaaldri um þjónustu UMFG er varðar barna- og unglingastarf. Alls bárust 118 svör, svarhlutfall var u.þ.b. 25%. Í heildina var niðurstaðan jákvæð fyrir UMFG. Meðal annars var spurt um upplýsingagjöf, samskipti við þjálfara, gæði æfinga og þjálfunar, fyrirkomulag keppnisferða, æfingatöflur, fréttaflutning á heimasíðu UMFG, hlutverk foreldraráða o.fl.

Þegar spurt var hversu ánægt eða óánægt ertu sem foreldri með starfsemi UMFG þegar á heildina er litið eru 85% sem eru mjög og frekar ánægðir, 12% svöruðu hvorki né og 4% voru frekar óánægðir. Þá segja 91% að framtíð UMFG sé björt. 
Um 87% eru sammála því að samþætta betur stundatöflu skóla, íþrótta og annarra frístunda. 

Helst bar á óánægju foreldra með samstarf deilda innan UMFG. Þá var beðið um ábendingar og hugmyndir hvernig best væri að efla starfsemi félagsins og bárust margar góðar hugmyndir fyrir aðalstjórn UMFG til þess að vinna með. Sneri það að samvinnu, bættri aðstöðu fyrir einstaka deildir, æfingatöflur o.fl.

Einnig var sérstaklega spurt um fyrirkomulag æfingagjalda hjá UMFG, þ.e. að innheimta eitt æfingagjald pr. barn óháð fjölda íþróttagreina sem barnið stundar. Um 85% finnst fyrirkomulagið mjög gott og tæp 11% nokkuð gott, samtals gerir þetta um 96% sem er mjög afgerandi niðurstaða. 

Könnunin verður kynnt frekar innan UMFG og Grindavíkurbæjar.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir