Námskeið á vegum skólaskrifstofu Grindavíkurbæjar haust 2016

  • Stjórnsýsla
  • 7. september 2016

Skólaskrifstofa Grindavíkurbæjar stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir foreldra í haust. Eftirfarandi námskeið hefjast á næstu dögum og vikum:

Klókir litlir krakkar - námskeið fyrir foreldra barna með kvíðaeinkenni

Námskeiðið Klókir litlir krakkar er meðferð fyrir börn á aldrinum 3-7 ára sem eru í áhættuhópi fyrir kvíðaröskun. Námskeiðið miðar að því að fræða foreldra um eðli kvíða og kenna þeim leiðir til að takast á við kvíðahegðun barna sinna og auka sjálfstraust þeirra. Vonast er til að með slíku námskeiði verði hægt að minnka kvíðahegðun barna og í sumum tilfellum koma í veg fyrir að börn þrói með sér kvíðaröskun.

PMTO námskeið fyrir foreldra 4-12 ára barna

PMTO námskeið er fyrir foreldra barna með væga hegðunarerfiðleika eða þegar áhætta er á hegðunarerfiðleikum. Foreldrar læra aðferðir til að draga úr hegðunarerfiðleikum barns og stuðla að góðri aðlögun

Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar

Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar, er foreldranámskeið fyrir foreldra 0-7 ára barna. Námskeiðið verður haldið a Heilsuleikskólanum Króki í alls fjögur skipti. Kennt verður á þriðjudögum kl. 17:00-19:00 dagana 25. október, 1., 8, og 15. nóvember.


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum