Rytmísk píanókennsla viđ Tónlistarskólann í Grindavík

  • Tónlistarskólinn
  • 5. september 2016

Bjarmi Hreinsson hefur nú hafið störf við Tónlistarskólann í Grindavík.

Hann kennir á píanó og sérhæfir sig í rytmískri píanókennslu. Bjarmi lauk framhaldsprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Fljótdalshéraðs árið 2013. Fyrr á þessu ári lauk hann svo B.A. prófi í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands. Bjarmi hefur sungið með Kammerkór Egilsstaðarkirkju, Hljómeyki, Kór Listaháskóla Íslands og Dómkórnum. Auk þess að syngja og spila á píanó spilar Bjarmi einnig á harmonikku, en hann hefur unnið að því, í listhópum Hins hússins, að efla álit almennings á harmonikku.

Við hlökkum til komandi vetrar og bjóðum Bjarma velkominn til starfa.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir