Karlakór Grindavíkur auglýsir eftir međlimum

  • Menningarfréttir
  • 1. september 2016
Karlakór Grindavíkur auglýsir eftir međlimum

Þykir þér gaman að syngja? Karlakór Grindavíkur óskar eftir karlmönnum á öllum aldri til að syngja með kórnum. Vetrarstarfið mun hefjast um miðjan september en æfingar í vetur verða á mánudögum frá klukkan 20:00 til 22:00 í Tónlistarskólanum í Iðunni við Ásabraut. Stjórnandi kórsins er Renata Ivan, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans.

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Þórarinsson í síma 779-2321, fyrir 15. september næstkomandi.

Deildu ţessari frétt