Truflun á vatnsveitu í nótt í um klukkustund

  • Fréttir
  • 31. ágúst 2016
Truflun á vatnsveitu í nótt í um klukkustund

Vegna útskiptingar á aflrofa verður rafmagnið tekið af kaldavatnsdælustöð að Grindavík í nótt, aðfararnótt 1. september. Áætlað er að skiptin taki um 1 klukkustund. Verkið hefst á miðnætti og ætti dælustöðin að verða komin aftur í gang klukkan 01:00.

Það verður ekki með öllu vatnslaust á þessum tíma en notendur finna fyrir lækkun á framrásarþrýsting kaldavatns.

 

Deildu ţessari frétt