Vetrarstarf fimleikadeildar UMFG hefst 6. september

  • Fimleikar
  • 31. ágúst 2016

Vetraræfingar hjá fimleikadeild UMFG eru handan við hornið, en þær hefjast þriðjudaginn 6. september næstkomandi. Opið er fyrir skráningar í NÓRA kerfinu til 2. september. Fyrir áhugasama iðkendur standa til boða fjórar æfingar til prufu frá og með fyrstu æfingu, en ætli nemendur ekki að halda áfram eftir þann tíma þarf að afskrá viðkomandi í NÓRA kerfinu fyrir 20. september. 

Fimleikadeildin er í samstarfi við Fimleikadeild Keflavíkur og verður fyrirkomulag æfinga sem hér segir:

Börn fædd 2006 - 2010

Tvær æfingar á viku í Grindavík og tvær æfingar í íþróttaakademíu Reykjanesbæjar á mánuði.*

Börn fædd 2004 - 2005

Tvær æfingar á viku í Grindavík og að lágmarki tvær æfingar á mánuði í Íþróttaakademíu Reykjanesbæjar.**

Börn fædd 2001 - 2003

Tvær æfingar á viku í Grindavík og að lágmarki tvær æfingar á mánuði í Íþróttaakademíu Reykjanesbæjar.**

Námskeið fyrir leikskólabörn***

Boðið verður uppá fimleikanámskeið fyrir börn fædd árin 2011 - 2014, kennt verður í 6 skipti.

Börn fædd 2011 - 2012 

Hámarksfjöldi 15 börn.

Verð 6000.-

Börn fædd 2013 - 2014

Hámarksfjöldi 10 börn.

Verð 6000.-

 

Æfingatímar hópa verða birtir á heimasíðu UMFG og facebook síðu deildarinnar Mánudaginn 5. september.
Yfirþjálfari félagsins er Díana Karen Rúnarsdóttir.

*Skrá þarf sérstaklega þátttöku æfinga í sal Íþróttaakademíu (verður kynnt sérstaklega á foreldrafundi).
**Þessum hóp stendur einnig til boða æfingar í hóp með Fimleikadeild Keflavíkur.
***Skráning fer fram í gegnum netfangið: fimleikarumfg@gmail.com

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir