Skipt um ţak á Bakka

  • Fréttir
  • 30. ágúst 2016

Minja- og sögufélag Grindavíkur hefur hafið framkvæmdir við endurbætur á húsnæði félagsins, Bakka, en Bakki er elsta uppistandi verbúð á Suðurnesjum, byggður árið 1930. Húsið hefur látið nokkuð á sjá á undanförnum árum en er nú komið í eigu félagsins sem vinnur að því hörðum höndum í samvinnu við Grindavíkurbæ að færa það aftur til fyrri vegs og virðingar.

Í fyrsta áfanga verður skipt um þakið á húsinu, og er það Grindin sem sér um verkið. Framtíðarsýn félagsins er sú að í Bakka verði til vísir að byggðasafni í Grindavík þar sem hægt verði að varðveita og sýna þá fjölmörgu muni sem eru í vörslu félagsins.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir