Heilsu- og forvarnarvika í Grindavík 3.-9. október 2016

 • Fréttir
 • 29. ágúst 2016
Heilsu- og forvarnarvika í Grindavík 3.-9. október 2016

Dagana 3.-9. okt. (mánudag til sunnudags) verður heilsu- og forvarnarvika í Grindavík. Hún kemur í stað Hreyfivikunnar sem nú hefur verið færð fram til vorsins. Tilgangur heilsu- og forvarnarvikunnar er að hvetja bæjarbúa til að huga að heilsu sinni með markvissri hreyfingu, sýna fram á forvarnargildi hreyfingar og heilbrigðs lífernis og gefa aðilum sem stunda heilsueflingu færi á að kynna starfsemi sína. Markmiðinu skal m.a. ná með samstarfi fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka, íþróttafélaga og einstaklinga sem starfa á þessu sviði.

Við biðlum til allra stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka, íþróttafélaga og annarra sem vilja stuðla að bættri heilsu og forvörnum í Grindavík, að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Þetta getur verið allt frá gönguferðum, (opnum) æfingum, fyrirlestrum og kynningum upp í heilsufarsmælingar, heilsufæði og viðburði. Þá er allar góðar hugmyndir sem tengjast heilsu og forvörnum vel þegnar.

Gefin verður út dagskrárblað sem dreift verður í öll hús og á samfélagsmiðlum. Þeir sem ætla að standa fyrir viðburðum og uppákomum í Heilsu- og forvarnarvikunni eru hvattir til þess að senda á thorsteinng@grindavik.is í síðasta lagi fimmtudaginn 22. september n.k.

 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. maí 2018

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur

 • Fréttir
 • 16. maí 2018

Góđar gjafir til Víđihlíđar

 • Fréttir
 • 15. maí 2018

Umrćđuplokk Raddar unga fólksins

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Krakkakosningar í Laut

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018

Útskrift Stjörnuhópsbarna - Gjáin

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018