Jafntefli á Selfossi í gćr

  • Knattspyrna
  • 26. ágúst 2016

Grindvíkingar sóttu aðeins 1 stig á Selfoss í gær í miklum baráttuleik sem lauk með 1-1 jafntefli. Leikurinn var markalaus fram á 72. mínútu þegar Alexander kom okkar mönnum yfir en Selfyssingar jöfnuðu leikinn úr vítaspyrnu á 86. mínútu. Grindvíkingar sitja þó enn á toppi deildarinnar þar sem KA menn léku ekki í gær. Þegar 4 umferðir eru eftir af deildinni eru Grindvíkingar með 38 stig á toppnum, 9 stigum á undan Keflavík sem sitja í þriðja sæti. Pepsi-deildin er því sannarlega innan seilingar. 

Grindavík á eins og áður sagði 4 leiki eftir í ár sem eru eftirfarandi:

Grindavík - Fjarðabyggð laugardaginn 3. september kl. 14:00
Þór - Grindavík laugardaginn 10. september kl. 14:00 (leikurinn verður í beinni á Stöð 2 sport)
KA - Grindavík laugardaginn 17. september kl. 14:00 (leikurinn verður í beinni á Stöð 2 sport)
Grindavík - Fram laugardaginn 24. september kl. 14:00 

Mynd: Víkurfréttir


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir