Enn bćtist í Ungmennagarđinn
Enn bćtist í Ungmennagarđinn

Ungmennagarðurinn sem Ungmennaráð Grindavíkur hefur skipulagt austast á skólalóð grunnskólans við Ásabraut er sífellt að taka á sig betri mynd. Í sumar var strandblakvöllur tekinn í gegn sem hefur slegið í gegn. Í fyrra var aparóla, grillskýli og  útigrill sett í garðinn og nýjasta viðbótin er kósýróla (sófaróla) sem er gríðar vinsæl. Allt þetta nýtist ekki bara ungmennum heldur einnig nemendum grunnskólans og auðvitað almenningi. Jón Axel Guðmundsson leikmaður Grindavíkurliðsins í körfubolta sagði einnig frá því í viðtali í Fréttablaðinu fyrir skömmu að körfuboltaleikmenn Grindavíkur hefðu verið duglegir að nota strandblakvöllinn í sumar til að halda sér í æfingu. Þá er Grunnskóli Grindavíkur líklega eini grunnskóli landsins sem býr við þann lúxus að hafa strandblakvöll á skólalóðinni. 

Bæjarstjórn Grindavíkur veitti fjárheimild í þessi verkefni og hefur Ungmennaráð Grindavíkur sýnt að það er traustsins vert. Það teiknaði sjálft upp skipulagið að Ungmennagarðinum (eins og sjá má á grunnhugmyndinni að neðan frá 2014)  og hefur unnið að uppbyggingu hans. Tvennt er eftir og það er annars vegar minigolf og hins vegar trampólínkörfuboltavöllur en það er háð frekari fjárveitingum bæjarstjórnar. Til að koma trampólínkörfuboltavelli fyrir þarf að fjarlægja a.m.k. aðra útistofuna sem er á lóðinni.

Félagsmiðstöðin Þruman er með aðstöðu austast í Grunnskóla Grindavíkur eða alveg við Ungmennagarðinn og því vinnur þetta svæði allt vel saman. Ungmennagarðurinn er afsprengi hugmynda- og undirbúningsvinnu Ungmennaráðs Grindavíkurbæjar.

Nýlegar fréttir

mán. 20. nóv. 2017    Vel heppnađir nemendatónleikar í tónlistarskólanum s.l. ţriđjudag
sun. 19. nóv. 2017    Skáld í skólum á miđstigi
fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
ţri. 14. nóv. 2017    Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni
ţri. 14. nóv. 2017    Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur
ţri. 14. nóv. 2017    Vel heppnuđ afmćlishátíđ Guđbergs í Kvikunni
ţri. 14. nóv. 2017    Jón Axel leikmađur vikunnar í háskólaboltanum
ţri. 14. nóv. 2017    Matseđill vikunnar í Víđihlíđ
ţri. 14. nóv. 2017    Spurningakeppnirnar komnar af stađ
mán. 13. nóv. 2017    Bjartur Logi kvaddur í Kvenfélagsmessu
Grindavík.is fótur