Enn bćtist í Ungmennagarđinn
Enn bćtist í Ungmennagarđinn

Ungmennagarðurinn sem Ungmennaráð Grindavíkur hefur skipulagt austast á skólalóð grunnskólans við Ásabraut er sífellt að taka á sig betri mynd. Í sumar var strandblakvöllur tekinn í gegn sem hefur slegið í gegn. Í fyrra var aparóla, grillskýli og  útigrill sett í garðinn og nýjasta viðbótin er kósýróla (sófaróla) sem er gríðar vinsæl. Allt þetta nýtist ekki bara ungmennum heldur einnig nemendum grunnskólans og auðvitað almenningi. Jón Axel Guðmundsson leikmaður Grindavíkurliðsins í körfubolta sagði einnig frá því í viðtali í Fréttablaðinu fyrir skömmu að körfuboltaleikmenn Grindavíkur hefðu verið duglegir að nota strandblakvöllinn í sumar til að halda sér í æfingu. Þá er Grunnskóli Grindavíkur líklega eini grunnskóli landsins sem býr við þann lúxus að hafa strandblakvöll á skólalóðinni. 

Bæjarstjórn Grindavíkur veitti fjárheimild í þessi verkefni og hefur Ungmennaráð Grindavíkur sýnt að það er traustsins vert. Það teiknaði sjálft upp skipulagið að Ungmennagarðinum (eins og sjá má á grunnhugmyndinni að neðan frá 2014)  og hefur unnið að uppbyggingu hans. Tvennt er eftir og það er annars vegar minigolf og hins vegar trampólínkörfuboltavöllur en það er háð frekari fjárveitingum bæjarstjórnar. Til að koma trampólínkörfuboltavelli fyrir þarf að fjarlægja a.m.k. aðra útistofuna sem er á lóðinni.

Félagsmiðstöðin Þruman er með aðstöðu austast í Grunnskóla Grindavíkur eða alveg við Ungmennagarðinn og því vinnur þetta svæði allt vel saman. Ungmennagarðurinn er afsprengi hugmynda- og undirbúningsvinnu Ungmennaráðs Grindavíkurbæjar.

Nýlegar fréttir

ţri. 23. jan. 2018    Drugie pokolenie Polaków na Islandii - Önnur kynslóđ Pólverja
ţri. 23. jan. 2018    Hćfileikakeppni Samsuđ fór fram í Grindavík
ţri. 23. jan. 2018    Atvinna - Starfsmađur í ţjónustumiđstöđ
mán. 22. jan. 2018    Gunnar Ţorsteinsson hjá Grindavík til loka 2020
mán. 22. jan. 2018    Rilany og Vivian áfram međ Grindavík
mán. 22. jan. 2018    Grindavík tapađi úti gegn ÍR
mán. 22. jan. 2018    Nýtt stuđningsmannalag - Vígiđ
mán. 22. jan. 2018    Grindvíkingar tóku Keflvíkinga í kennslustund
sun. 21. jan. 2018    Bóndadagskaffi á Ásabraut
fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
Grindavík.is fótur