Samhentir sjómenn í Grindavík

 • Fréttir
 • 25. ágúst 2016
Samhentir sjómenn í Grindavík

Þeir eru samhentir sjómennirnir í Grindavík, hvort sem það er á sjó eða í landi. Áhafnarmeðlimir á Hrafni Sveinbjarnarsyni láta sig ekki muna um það að skipta um eins og eitt þak þegar þannig liggur við. Vilhjálmur Lárusson kokkur stóð í stórræðum á dögunum og voru félagar hans á Hrafninum mættir til að leggja hönd á plóg. Kvótinn.is var með þessa skemmtilegu frétt:

Áhöfnin á þakinu

Mikið var um að vera uppi á þakinu hjá Villa kokki í Efstahrauninu í Grindavík um helgina. Þar var verið að skipta um þakjárn á húsinu hjá honum og við það voru ekki þaulvanir smiðir að starfa, heldur samheldnir skipverjar úr annarri áhöfninni á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK.

„Við erum að klára að fullnegla þetta félagarnir. Maður verður að láta formanninn vinna. Hann hefur gott af því að hreyfa sig aðeins," sagði Vilhjálmur Jóhann Lárusson, þegar kvotinn.is spjallaði við hann í gærkvöldi. Þá var skipsfélagi hans og formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Einar Hannes Harðarson, ásamt fleirum að negla niður bárujárnið.

Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnar heldur vel hópinn, allir saman á sjó á sama róli. „Strákarnir tóku sig til að skelltu sér með mér í að skipta um járn á þakinu. Þeir vilja koma sér vel við kokkinn og tryggja það að nautasteikin í næsta túr verði á þeirra vakt. Það er eins gott að hafa kokkinn góðan. Þess vegna er svona góð mæting. Þegar skipstjórinn er líka farinn að príla upp á þak til að hjálpa manni er varla hægt að biðja um meira. Hann var hérna á föstudaginn með okkur.
Þetta er heilmikið þak og enginn okkar er svaðalegur smiður. Það hafa reyndar verið smiðir hérna en enginn vanur svona vinnu. Í gærkvöldi kom reyndur smiður í heimsókn og tók þetta út og gaf okkur 10 í einkunn. Það er alveg ágætt."

Villi segir að það sé ljómandi gott pláss á Hrafninum. „Við erum flest allir búnir að vera mjög lengi um borð, allavega við sem eru í hollinu með Sigga Jóns skipstjóra. Við erum flestallir Grindvíkingar og þekkjumst þannig mjög vel og það þjappar okkur saman. Við erum alltaf svona samtaka og hjálpum hver öðrum ef vantar einhverja aðstoð, sem er bara mjög gott. Það gildir hvort sem við erum úti á sjó eða í landi. Pössum meira að segja börn fyrir hvorn annan ef út í það fer. Allir leggjast á eitt og það eru ekki margir bátar sem svona samheldni er á. Ég veit ekki um neinn skipstjóra sem kemur og hjálpar kokknum að skipta um þak. Ég held að það sé mjög sjaldgæft.

Það hefði reyndar verið gaman að sjá vélstjórana hérna með okkur líka. Þeir eiga að kunna einhverja járnavinnu, en létu ekkert sjá sig í þessu enda er meiri parturinn þeirra Keflvíkingar," sagði Villi, brosti, og hélt áfram að negla.

Á myndinni eru Gunnar Björns, Einar Hannes, Guðmundur Andri, Steinþór, Siggi Sverrir og Villi.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Leikjadagur yngstastigs í Hópinu

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Útikennsla í smiđjum hjá 5. bekk

Grunnskólafréttir / 22. maí 2018

Risaeđlur á göngum Hópsskóla

Sjóarinn síkáti / 22. maí 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2018

Íţróttafréttir / 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag

Tónlistaskólafréttir / 17. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

Nýjustu fréttir

Dansfjör hjá 10. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 25. maí 2018

Bókasafn Grindavíkur óskar eftir starfsmanni

 • Bókasafnsfréttir
 • 25. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 25. maí 2018

Rafgítarkennari óskast í ca. 50% starf

 • Tónlistaskólafréttir
 • 23. maí 2018

Síđasti Stuđboltafundur ţennan veturinn

 • Grunnskólafréttir
 • 18. maí 2018