Framkvćmdir í Reykjanes Geopark

 • Fréttir
 • 25. ágúst 2016
Framkvćmdir í Reykjanes Geopark

Ýmsar framkvæmdir og uppbyggingar á innviðum í Reykjanes Geopark eru nú í farvatninu. Eins og áður hefur komið fram eru helstu framkvæmdirnar á þessu ári bílastæði við Reykjanesvita og Brimketil auk palla við síðarnefnda staðinn. Þá verður vegurinn að Gunnuhver lagfærður.

Framkvæmdunum verður skipt í tvo áfanga í ár. Annars vegar verður tilboða leitað í jarðvegsvinnu við bílastæðin og lagfæringu á veginum. Hins vegar verða framkvæmdir við pallana boðnar út. Á næstu vikum gætu því orðið truflanir á umferð um þessa staði vegna framkvæmda. Þær truflanir verða auglýstar þegar nær dregur.

Á næstu vikum verða kynntar hugmyndir um þjóðnustuhús við Reykjanesvita. Sú framkvæmd og reksturinn þar verður í höndum einkaaðila. Að lokum má segja frá því að verið að ljúka uppsetningu aðvörunar og fræðsluskilta við Reykjanesvita og Valahnúk.

Meðfylgjandi teikning frá Landmótun sem sýnir hvernig bílastæðin við Reykjanesvita eru hugsuð. Í ár verður unnið í fyrsta áfanga. Rétt er að taka fram að ekki er um endanlega teikningu að ræða og gæti hún tekið einhverjum breytingum, t.d. hvað varðar tengingar við göngustíga og fleira.

Framkvæmdirnar eru fjármagnaðar með styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, frá HS Orku og Bláa Lóninu. Auk þess leggur framkvæmdasjóður Reykjanes Geopark til mótframlag en í hann greiða allir aðilar að Geoparkinum.

Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. maí 2018

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur

 • Fréttir
 • 16. maí 2018

Góđar gjafir til Víđihlíđar

 • Fréttir
 • 15. maí 2018

Umrćđuplokk Raddar unga fólksins

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Krakkakosningar í Laut

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018

Útskrift Stjörnuhópsbarna - Gjáin

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018