Lengri opnunartími í vetur - Gríđarleg aukning ađsóknar í sumar

  • Fréttir
  • 24. ágúst 2016

Aukinn opnunartími verður í Sundlaug Grindavíkur og Gymheilsu í vetur frá því sem verið hefur undanfarin ár en opið verður tveimur klukkustundum lengur bæði laugardag og sunnudag. Opið verður frá kl. 09:00-16:00 bæði laugardaga og sunnudaga. Virka daga verður áfram opið frá kl. 06:00-21:00, einnig á föstudögum (var áður þann dag til kl. 20:00).

Í sumar var opnunartími sundlaugarinnar aukinn um tvo tíma á dag um helgar, eða frá kl. 09:00-18:00. Mæltist þetta ákaflega vel fyrir. Aðsókn í sundlaugina í sumar jókst mikið enda veður sérstaklega gott og sífellt fleiri nýta sér glæsilega líkamsræktaraðstöðu í íþróttamiðstöðinni.

Í júní jókst aðsókn fullorðinna í sundlaugina um 57% á milli ára og í júlí um hvorki meira né minna en 70%. Aðsókn í ágúst hefur einnig verið mjög góð. Aðsókn eldri borgara og öryrkja jókst einnig mikið á milli ára, eða 90% í júní og 50% í júlí. Aðsókn barna í júní var aðeins minni á milli ára eða jókst um heil 30% í júlí.

Gaman að sjá þessa miklu aukningu í íþróttamannvirkinu okkar í sumar. Verið hjartanlega velkomin.

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun