Fundur 20

  • Skipulagsnefnd
  • 24. ágúst 2016

20. fundur skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu byggingafulltrúa, mánudaginn 22. ágúst 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður, Jón Emil Halldórsson varamaður, Pétur Már Benediktsson varamaður, Páll Þorbjörnsson varamaður, Björgvin Björgvinsson varamaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 1607030 - Víkurbraut 20: umsókn um byggingarleyfi
Erindi frá Þórkötlu ehf. 440407-1290 sækir um leyfi fyrir breytingum innan og utanhúss ásamt breytingum á bílskúr í íbúðarhúsnæði. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu SÁ. Dagsettar 16.06.2016. Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar ákvæði 3 mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 hafa verið uppfyllt.

2. 1608055 - Aðalskipulag: Beiðni um breytingu.

Sigurður vék af fundi við afgreiðslu málsins og Jón Emil kom inn í hans stað. Erindi frá Gísla Grétari Sigurðssyni og Herði Sigurðssyni f.h. landeigenda Hrauns. Í erindinu er farið fram á að stígar og slóðar í landi Hrauns verði fjarlægðir úr aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2020. Sviðsstjóra falið að ræða við hagsmunaaðila og fá lögfræðiálit m.t.t. nátturuverndarlaga nr. 60/2013. Málinu frestað.

3. 1602168 - Umsókn um byggingarleyfi: fjarskiptamastur við Víkurbraut 25.

Ólafur Már vék af fundi við afgreiðsu málsins og Jón Emil kom inn í hans stað. Míla ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir uppsetningu á 18m fjarskiptamastri við Víkurbraut 25. Erindinu fylgja teikningar unnar af Úti-inni arkitektum. Fyrirhuguð framkvæmd hefur verið grenndarkynnt. Á grenndarkynningartíma barst undirskriftalisti frá 33 aðilum í nágrenni Víkurbrautar 25. Með undirskriftalistanum er fyrirhugaðri framkvæmd mótmælt. Í ljósi mótmæla við framkvæmdina leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.

4. 1501193 - Deiliskipulag: Víðihlíð og nágrenni
Tekið fyrir bréf frá skipulagsstofnun dagsett 9. Júní 2016. Í bréfi skipulagsstofnunar er gerð athugasemd við að ekki hafi verið gert ráð fyrir lóðum undir hluta af mannvirkjum á svæðinu. Sviðstjóri leggur fram endurbætta útgáfa af tillögu að deiliskipulagi vegna svæðisins þar sem búið er að bæta inn lóðum. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og sviðstjóra falið hún til fullnaðarafgreiðslu.

5. 1608063 - Umsókn um byggingarleyfi: Norðurljósavegur 1.
Erindi frá KE64 ehf. kt. 450913-0570. Í erindinu er óskað eftir stækkun um 10 herbergi á hótel Northen light inn við Norurljósaveg 1 í Svartsengi. Erindinu fylgja teikningar unnar af GÁG ehf Verk - og tækniráðgjöf og rs hönnun slf.dagsettar 16.06.2016. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar ákvæði 3 mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 hafa verið uppfyllt

6. 1608072 - Umsókn um byggingarleyfi: Hafnargata 7 innra skipulag og lóð.
Erindi frá olíuverslun Íslands kt. 500269-3249. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir breytingu á innraskipulagi, uppsetningu á girtu vinnusvæði og að koma fyrir gám á lóðinni. Erindinu fylgja teikningar unnar af ASK arkitektum dagsettar 15.07.2012. Nú þegar hefur verið sett upp girðing og gámur á svæðið. Þær framkvæmdir samræmast ekki svipmóti svæðisins. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið með fyrirvara um að girðing verði skermuð og gámur verði staðsettur innan girðingar. Byggingarleyfi verður gefið út þegar kröfum um svipmót er virt og ákvæði 3 mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 hafa verið uppfyllt.

7. 1608095 - Víkurbraut 46: Fyrirspurn um stækkun.
Erindi frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur. Í fyrirspurninni er óskað eftir afstöðu skipulagsnefndar til stækkunar á eldhúsi til austurs, erindinu fylgir skissa. Skipulagsnefnd tekur vel í erindið en telur að fyrirhuguð viðbygging ætti að vera a.m.k. einn metra frá lóðamörkum. Sækja þarf formlega um byggingarleyfi með byggingarnefndarteikningum. Byggingarleyfi verður gefið út þegar kröfum um svipmót er virt og ákvæði 3 mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 hafa verið uppfyllt.

8. 1606076 - Hafnargata 6: umsókn um byggingarleyfi
Erindi frá Bergbúum kt. 680406-1620. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir tveimur gistiherbergjum við Hafnargötu 6. Erindinu fylgja teikningar unnar af Stefáni Hallssyni. skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út þegar ákvæðium 3 mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 hafa verið uppfyllt.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135