Skólasetning var í dag

  • Grunnskólinn
  • 23. ágúst 2016

Skólasetning var í skólanum í dag og var hún með þeim hætti að nemendur mættu í viðtal til umsjónarkennara með foreldrum/forráðamönnum sínum.  Í vetur verða tæplega 500 nemendur við skólann þar af eru um 150 á yngsta stigi í Hópsskóla.  Rétt tæplega 50 nemendur hefja göngu í 1. bekk.  Margir nemendur voru eftirvæntingafullir á göngum skólans, sátu fyrir framan skólastofu sína og biðu eftir kalli kennarans síns.  Börn sem hafa annað tungumál en íslensku sem móðurmál hafa mörg hver túlka í sínum viðtölum sem aðstoða kennarana við að koma upplýsingum til skila til foreldra barnanna.

Helena Rós Ellertsdóttir í 2. K heilsar Katrínu kennara.

Phakawin Phokhamphok situr hér ásamt móður sinni og tælenskum túlki.

Viktoría Helga Björgvinsdóttir var eftirvæntingarfull með mömmu sinni og tilbúin að takast á við komandi vetur.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir