Stundataflan Gym heilsu klár

  • Fréttir
  • 23. ágúst 2016

Gym heilsa hefur birt á heimasíðu sinni stundatöflu fyrir hópatíma í Grindavík haustið 2016. Tímarnir eru farnir af stað og er af nógu að taka. Þjálfarar í haust eru þær Arna Þórunn Björnsdóttir, Birgitta Hrund Káradóttir og Sandra Dögg Guðlaugsdóttir og bjóða þær upp á pallaæfingar, tabata, spinning og fleira. Stundatöfluna má sjá í heild sinni hér að neðan.

Af heimasíðu Gym heilsu:

Reglur varðandi hóptíma

1) Salurinn opnar c.a. 5 mínútum áður en tíminn byrjar. Fyrstur kemur, fyrstur fær aðgang að tímum, ekki er heimilt að halda plássi fyrir aðra.

2) Nauðsynlegt er að koma með hreint handklæði með sér í alla tíma og gott er að koma með vatnsflösku. ATH þjálfari veitir þér ekki aðgang að tímanum ef þú ert ekki með hreint handklæði (það þarf að vera a.m.k 1 m á lengd og 40 cm á breidd).

3) Stundatafla getur breyst án fyrirvara. Eins geta tímar fallið niður án fyrirvara.

4) Klæðist hreinum íþróttafatnaði og íþróttaskóm, bannað að vera berfætt(ur).

5) Vinsamlegast farið eftir fyrirmælum þjálfara.

6) Verum skynsöm þannig að ef okkur líður illa, finnum fyrir svima eða vanlíðan þá hættum við allri áreynslu strax.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun