Möllerinn á Húsatóftavelli
Möllerinn á Húsatóftavelli

Föstudaginn 16. september næstkomandi verður Möllerinn haldinn á Húsatóftavelli en mótið er fyrirtækjamót Golfklúbbs Grindavíkur. Mótið er kennt við Jóhann Möller sem er upphafsmaður golfíþróttarinnar í Grindavík. Aðalgeir Jóhannsson fyrrverandi formaður GG setti þetta mót á laggirnar þann 17. ágúst árið 2000 og því verður þetta í sautjánda sinn sem Möllerinn er spilaður í Grindavík.

Möllerinn í ár verður spilaður með sama sniði og síðustu tvö ár, en mikil ánægja er með þetta nýja fyrirkomulag. Mótið verður haldið föstudaginn 16. september og ræst verður út af öllum teigum kl. 13:30. Gert er ráð fyrir því að kylfingar mæti klukkutíma fyrir leik, hiti upp og fái sér súpu. Glæsilegt fiskihlaðborð og verðlaunafhending verða í mótslok.

Fyrirkomulagið hefur verið þannig að fyrirtækin senda tveggja manna sveit til leiks og er spilaður betri bolti. Verð á sveit er 40.000 kr. Innifalið í verðinu er súpa og brauð á undan mótinu, samloka, súkkulaðistykki og gosdrykkur að eigin vali í nesti, glæsilegt grindvískt fiskihlaðborð að leik loknum, léttvín, bjór eða aðrir drykkir með matnum. 

Veitt verða stórglæsileg verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Nándarverðlaun verða á öllum par 3 brautunum og svo verður dregið úr skorkortum í mótslok.

Allar nánari upplýsingar veitir Halldór Smárason formaður GG, s:8933227 og 4268720, svo
er póstfangið gggolf@gggolf.is

Nýlegar fréttir

fim. 21. sep. 2017    Heilsu- og forvarnarvika á Suđurnesjum
fim. 21. sep. 2017    Czy twoje dziecko jest zapisane w systemie Nora?
fim. 21. sep. 2017    Rashad Whack nýr leikmađur Grindavíkur
fim. 21. sep. 2017    Starf organista viđ Grindavíkurkirkju
miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
Grindavík.is fótur