Möllerinn á Húsatóftavelli
Möllerinn á Húsatóftavelli

Föstudaginn 16. september næstkomandi verður Möllerinn haldinn á Húsatóftavelli en mótið er fyrirtækjamót Golfklúbbs Grindavíkur. Mótið er kennt við Jóhann Möller sem er upphafsmaður golfíþróttarinnar í Grindavík. Aðalgeir Jóhannsson fyrrverandi formaður GG setti þetta mót á laggirnar þann 17. ágúst árið 2000 og því verður þetta í sautjánda sinn sem Möllerinn er spilaður í Grindavík.

Möllerinn í ár verður spilaður með sama sniði og síðustu tvö ár, en mikil ánægja er með þetta nýja fyrirkomulag. Mótið verður haldið föstudaginn 16. september og ræst verður út af öllum teigum kl. 13:30. Gert er ráð fyrir því að kylfingar mæti klukkutíma fyrir leik, hiti upp og fái sér súpu. Glæsilegt fiskihlaðborð og verðlaunafhending verða í mótslok.

Fyrirkomulagið hefur verið þannig að fyrirtækin senda tveggja manna sveit til leiks og er spilaður betri bolti. Verð á sveit er 40.000 kr. Innifalið í verðinu er súpa og brauð á undan mótinu, samloka, súkkulaðistykki og gosdrykkur að eigin vali í nesti, glæsilegt grindvískt fiskihlaðborð að leik loknum, léttvín, bjór eða aðrir drykkir með matnum. 

Veitt verða stórglæsileg verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Nándarverðlaun verða á öllum par 3 brautunum og svo verður dregið úr skorkortum í mótslok.

Allar nánari upplýsingar veitir Halldór Smárason formaður GG, s:8933227 og 4268720, svo
er póstfangið gggolf@gggolf.is

Nýlegar fréttir

mán. 20. nóv. 2017    Vel heppnađir nemendatónleikar í tónlistarskólanum s.l. ţriđjudag
sun. 19. nóv. 2017    Skáld í skólum á miđstigi
fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
ţri. 14. nóv. 2017    Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni
ţri. 14. nóv. 2017    Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur
ţri. 14. nóv. 2017    Vel heppnuđ afmćlishátíđ Guđbergs í Kvikunni
ţri. 14. nóv. 2017    Jón Axel leikmađur vikunnar í háskólaboltanum
ţri. 14. nóv. 2017    Matseđill vikunnar í Víđihlíđ
ţri. 14. nóv. 2017    Spurningakeppnirnar komnar af stađ
mán. 13. nóv. 2017    Bjartur Logi kvaddur í Kvenfélagsmessu
Grindavík.is fótur