Möllerinn á Húsatóftavelli

 • Íţróttafréttir
 • 15. ágúst 2016
Möllerinn á Húsatóftavelli

Föstudaginn 16. september næstkomandi verður Möllerinn haldinn á Húsatóftavelli en mótið er fyrirtækjamót Golfklúbbs Grindavíkur. Mótið er kennt við Jóhann Möller sem er upphafsmaður golfíþróttarinnar í Grindavík. Aðalgeir Jóhannsson fyrrverandi formaður GG setti þetta mót á laggirnar þann 17. ágúst árið 2000 og því verður þetta í sautjánda sinn sem Möllerinn er spilaður í Grindavík.

Möllerinn í ár verður spilaður með sama sniði og síðustu tvö ár, en mikil ánægja er með þetta nýja fyrirkomulag. Mótið verður haldið föstudaginn 16. september og ræst verður út af öllum teigum kl. 13:30. Gert er ráð fyrir því að kylfingar mæti klukkutíma fyrir leik, hiti upp og fái sér súpu. Glæsilegt fiskihlaðborð og verðlaunafhending verða í mótslok.

Fyrirkomulagið hefur verið þannig að fyrirtækin senda tveggja manna sveit til leiks og er spilaður betri bolti. Verð á sveit er 40.000 kr. Innifalið í verðinu er súpa og brauð á undan mótinu, samloka, súkkulaðistykki og gosdrykkur að eigin vali í nesti, glæsilegt grindvískt fiskihlaðborð að leik loknum, léttvín, bjór eða aðrir drykkir með matnum. 

Veitt verða stórglæsileg verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Nándarverðlaun verða á öllum par 3 brautunum og svo verður dregið úr skorkortum í mótslok.

Allar nánari upplýsingar veitir Halldór Smárason formaður GG, s:8933227 og 4268720, svo
er póstfangið gggolf@gggolf.is

Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. maí 2018

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur

 • Fréttir
 • 16. maí 2018

Góđar gjafir til Víđihlíđar

 • Fréttir
 • 15. maí 2018

Umrćđuplokk Raddar unga fólksins

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Krakkakosningar í Laut

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018

Útskrift Stjörnuhópsbarna - Gjáin

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018