Ísland og Grindavík á saltfiskhátíđ í Portúgal
Ísland og Grindavík á saltfiskhátíđ í Portúgal

Dagana 17.-21. ágúst næstkomandi fer fram glæsileg saltfiskhátíð í bænum Ilhavo í Portúgal en reiknað er með um 200.000 gestum á hátíðina. Sérstakur Íslandsdagur verður þann 19. ágúst en Ísland fékk boð á hátíðina vegna vinabæjartengsla Grindavíkur og Ilhavo. Fjórir fulltrúar Grindavíkur muna heimsækja Ilhavo af þessu tilefni, en það eru þau Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, Sigurður Arnar Kristmundsson hafnarstjóri, Kristín María Birgisdóttir forseti bæjarstjórnar og Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs.

Af vef Íslandsstofu:

Saltfiskhátíðin í Ilhavo í Portúgal er sú stærsta sinnar tegundar þar í landi. Búist er við rúmlega 200.000 gestum á hátíðina þá fimm daga sem hún stendur yfir. Íslandi hlotnast sá heiður að vera með á hátíðinni í ár og skipuleggur Íslandsstofa þátttökuna.

Hjá Íslandsstofu hefur verið í gangi markaðsverkefni frá árinu 2013 sem gengur út á að kynna saltaðar þorskafurðir á Spáni, Portúgal og Ítalíu undir slagorðinu „Prófaðu og deildu leyndarmáli íslenska þorsksins" en 23 fyrirtæki eru þátttakendur í verkefninu. "Markmið þess verkefnis er að treysta stöðu saltaðra þorskafurða í Suður Evrópu og í Portúgal er það Lissabon og svæðið norður af borginni sem er áherslumarkaður fyrir íslenska saltfiskinn" segir Guðný Káradóttir, forstöðumaður sviðs matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar hjá Íslandsstofu.

Vinabæjartengsl Ilhavo og Grindavíkur

Íslandi er boðin þátttaka í hátíðinni á grundvelli vinabæjartengsla Ilhavo og Grindavíkur. Auk kynningar á íslenskum þorskafurðum (saltfiski) verður lögð áhersla á að kynna íslenska menningu, nýsköpun og Ísland sem áfangastað ferðamanna. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík mun sækja hátíðina heim auk hafnarstjóra Grindavíkur, forseta bæjarstjórnar, formanns bæjarráðs og skólastjóra Fisktækniskólans.

Fjölbreytt dagskrá á þjóðardegi Íslands 19. ágúst

Auk sendinefndar frá Grindavík mun iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heimsækja hátíðina og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá á þjóðardeginum 19. ágúst ásamt Þórði Ægi Óskarssyni, sendiherra Íslands gagnvart Portúgal og fulltrúum fyrirtækja.

Fánahylling og tónlistarflutningur verður við litla rauða Eldhúsið, sem verður miðstöð kynningar á Íslandi á hátíðinni. Auk þess eru tónleikar með hljómsveitinni Ylju, heimsókn í háskólann í Aveiro og kynning á íslenskri matarmenningu og hráefnum. Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistari, sem er fulltrúi Íslands í Bocus d‘Or matreiðslukeppninni 2017, mun elda saltfisk og humar og útbúa skyr-desert sem gestir hátíðarinnar geta fengið að gæða sér á og drukkið íslenskan bjór með. Hægt er að taka þátt í getraun og vinna ferð til Íslands, íslenskan saltfisk, svuntur með merkinu Bacalhau da Islândia, vörur Bláa lónsins o.fl.

Portúgalar stærstu neytendur á saltfiski í heiminum

Löng hefð er fyrir saltfiskviðskiptum milli Íslands og Portúgal. Portúgalar eru stærstu neytendur á saltfiski í heiminum per íbúa og er neysla á saltfiski stöðug allt árið en nær þó hápunkti um jólin. Portúgal er mjög mikilvægur markaður fyrir íslenskan saltfisk en frá árinu 2005 hefur útflutningur þangað verið á bilinu 8-12.000 tonn á ári, aðallega flattur blautverkaður saltfiskur og fullunninn í Portúgal.

Á hátíðinni eiga saltfiskverkendur og veitingahús á svæðinu í samstarfi og bjóða upp á fjölbreytta rétti fyrir sanngjarnt verð. Fjölmargir þeirra bjóða upp á fisk frá Íslandi.

Sjá nánar á vef hátíðarinnar, Facebook-síðu hátíðarinnar og á Facebook-síðu Bacalhau da Islândia.

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur