Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld, ákall frá Stinningskalda
Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld, ákall frá Stinningskalda

Það verður risastór grannaslagur á Grindavíkurvelli í kvöld þegar nágrannar okkar í Keflavík koma í heimsókn. Leikurinn er nánast upp á líf og dauða fyrir bæði lið, en Grindavík er 1 stigi frá toppnum í öðru sæti og Keflavík kemur svo strax á hæla okkar með þremur stigum minna.  Leikurinn er því afar mikilvægur fyrir okkar menn og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna á völlinn en leikurinn hefst kl. 19:15. 

Stinningskaldi kallar einnig á stuðningsmenn:

„Nú er dauðafæri fyrir okkur að nálgast betur deildina sem við eigum heima í! Drögum sem flesta á þennan leik og mætum öll í gulu/bláu og styðjum okkar lið. Setjumst þétt saman, ekki fara í ystu hluta stúkunnar. Þetta er ekki bara dauðafæri fyrir okkur, þetta er GRANNASLAGUR líka!! Þeir tóku okkur síðast á tveimur klaufamörkum sem við gáfum þeim en það verður ekkert slíkt í boði núna!

Við vonumst til þess að sjá yngri flokkana á leiknum í gulum búningum og biðlum við líka til mfl kvenna sem eru að standa sig feikivel að mæta allar í gulu. Árið 2016 skal verða ár fótboltaliðanna okkar í mfl. karla og kvenna!

Stinningskaldi mætir um klst fyrir leik í Gula húsinu eins og ávallt og eru allir stuðningsmenn Grindavíkur velkomnir þangað. Óli Stefán hefur verið að koma og kynna okkur uppstillingu og áætlun í þeim leikjum sem við höfum verið að spila um hálftíma fyrir leik svo við hvetjum ykkur til að vera mætt fyrir þann tíma.

Fjölmennum á þennan mikilvæga leik og látum í okkur heyra! ÁFRAM GRINDAVÍK!!“

Nýlegar fréttir

miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
fim. 14. sep. 2017    Atvinna: Matráđur og ađstođarmatráđur í Miđgarđi
fim. 14. sep. 2017    Fjör í hljóđfćrakennslu í tónlistarskólanum
miđ. 13. sep. 2017    Lýđheilsuganga í dag kl. 18:00 - náttúra
miđ. 13. sep. 2017    Lýđheilsuganga (spacer zdrowia) w Grindaviku
Grindavík.is fótur