Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld, ákall frá Stinningskalda
Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld, ákall frá Stinningskalda

Það verður risastór grannaslagur á Grindavíkurvelli í kvöld þegar nágrannar okkar í Keflavík koma í heimsókn. Leikurinn er nánast upp á líf og dauða fyrir bæði lið, en Grindavík er 1 stigi frá toppnum í öðru sæti og Keflavík kemur svo strax á hæla okkar með þremur stigum minna.  Leikurinn er því afar mikilvægur fyrir okkar menn og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna á völlinn en leikurinn hefst kl. 19:15. 

Stinningskaldi kallar einnig á stuðningsmenn:

„Nú er dauðafæri fyrir okkur að nálgast betur deildina sem við eigum heima í! Drögum sem flesta á þennan leik og mætum öll í gulu/bláu og styðjum okkar lið. Setjumst þétt saman, ekki fara í ystu hluta stúkunnar. Þetta er ekki bara dauðafæri fyrir okkur, þetta er GRANNASLAGUR líka!! Þeir tóku okkur síðast á tveimur klaufamörkum sem við gáfum þeim en það verður ekkert slíkt í boði núna!

Við vonumst til þess að sjá yngri flokkana á leiknum í gulum búningum og biðlum við líka til mfl kvenna sem eru að standa sig feikivel að mæta allar í gulu. Árið 2016 skal verða ár fótboltaliðanna okkar í mfl. karla og kvenna!

Stinningskaldi mætir um klst fyrir leik í Gula húsinu eins og ávallt og eru allir stuðningsmenn Grindavíkur velkomnir þangað. Óli Stefán hefur verið að koma og kynna okkur uppstillingu og áætlun í þeim leikjum sem við höfum verið að spila um hálftíma fyrir leik svo við hvetjum ykkur til að vera mætt fyrir þann tíma.

Fjölmennum á þennan mikilvæga leik og látum í okkur heyra! ÁFRAM GRINDAVÍK!!“

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur