Upplýsingar óskast í Frístundahandbókina
Upplýsingar óskast í Frístundahandbókina

Líkt og sex síðustu ár er fyrirhugað er að gefa út fyrir haustið FRÍSTUNDAHANDBÓKINA þar sem hægt verður að finna upplýsingar um íþrótta- og tómstundafélög og aðra aðila sem starfa á þeim vettvangi í Grindavík og það starf sem verður í boði veturinn 2016 - 2017.

Frístundahandbókina frá því í fyrra má sjá hér: http://www.grindavik.is/gogn/2015/vetrarbaeklingur2015_netugafa.pdf

Æskilegt er að í handbókinni komi fram helstu upplýsingar um starfsemi vetrarins, hverjir eru forsvarsmenn, aðsetur, heimasíða, netfang o.s.frv. Þá er æskilegt að fá senda 1-2 myndir úr félagsstarfinu í góðri upplausn. Besta myndin er svo valin á forsíðuna 
Hjá íþróttafélögum er æskilegt að upplýsingar um æfingatíma (æfingatöflur), hver þjálfar hvaða flokk/aldur o.s.frv. komi fram.
Eftirtaldir aðilar voru með í fyrra:
• Aðalstjórn UMFG og allar deildir
• Félagsmiðstöðin Þruman
• Dansskólinn
• Félagsstarf eldri borgara
• Golfklúbbur Grindavíkur
• Fjáreigendafélag Grindavíkur
• Hjónakúbbur Grindavíkur
• Hestmannafélagið Brimfaxi
• Unglingadeildin Hafbjörg
• Bókasafnið
• Björgunarsveitin Þorbjörn
• AA samtökin
• Slysavarnadeildin Þórkatla
• Grindavíkurkirkja
• Stangveiðifélag Grindavíkur
• Lionsklúbbur Grinda´vikur
• Greip - Félags handverksfólks
• Pílufélag Grindavíkur
• Skógræktarfélag Grindavíkur
• Skotfélag Grindavíkur
• Rauði krossinn í Grindavík
• Kvenfélag Grindavíkur
• Miðstöð símenntunar
Að auglýsa í Frístundahandbókinni ókeypis. Öllum aðilum í frístundastarfi er velkomið að auglýsa.

Þeir sem hafa hug á því að vera með upplýsingar um sitt félag eða sína starfsemi þurfa að senda þær á netfangið thorsteinng@grindavik.is í síðasta lagi mánudaginn 22. ágúst. Fyrirhugaður útgáfudagur er upp úr mánaðarmótum ágúst/september.

Nýlegar fréttir

fim. 21. sep. 2017    Heilsu- og forvarnarvika á Suđurnesjum
fim. 21. sep. 2017    Czy twoje dziecko jest zapisane w systemie Nora?
fim. 21. sep. 2017    Rashad Whack nýr leikmađur Grindavíkur
fim. 21. sep. 2017    Starf organista viđ Grindavíkurkirkju
miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
Grindavík.is fótur